
Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart ásamt þjónustu og viðhaldi fyrir viðskiptavini Öskju, bæði til einstaklinga og fyrirtækja.
Við vitum að eitt mesta virði okkar felst í góðum mannauð.
Hjá Öskju starfar samheldin og fjölbreyttur hópur sem býr yfir brennandi áhuga í sínu fagi, framúrskarandi þjónustulund og metnaði til ná árangri. Askja býður upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir starfsfólk, eitt fullkomnasta bifreiðaverkstæði landsins, glæsilega sýningarsali og varahlutaþjónustu.
Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku og heiðarleika.
Askja er staðsett á Krókhálsi í þremur húsnæðum. Askja notaðir bílar eru á Krókhálsi 7 þar sem við bjóðum upp á úrval notaðra bíla frá öllum bílaframleiðendum. Sýningarsalur Mercedes-Benz og smart er á Krókhálsi 11 ásamt höfuðstöðvum Öskju og skrifstofu og svo sýningarsalur Kia og Honda á Krókhálsi 13.

Bifvélavirkjar - Askja Reykjanesbæ
Askja Reykjanesbæ sem er hluti af Bílaumboðinu Öskju óskar eftir færum bifvélavirkjum til starfa í nýrri starfsstöð í Reykjanesbæ. Í boði eru spennandi störf hjá öflugu þjónustufyrirtæki í fremstu röð.
Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, smart, Kia og Honda. Markmið okkar er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina og skapa starfsumhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku, heiðarleika og gleði. Hjá Öskju starfar vel þjálfaður og öflugur hópur starfsfólks, en virk þjálfun og endurmenntun starfsfólks er í samræmi við gæðastaðla birgja.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn viðhalds-og viðgerðarvinna
- Þjónustuskoðanir
- Bilanagreiningar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í bifvélavirkjun
- Reynsla af vinnu á verkstæði kostur
- Samstarfs- og samskiptahæfni.
- Rík þjónustulund og jákvætt viðmót
- Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og mikil skipulagshæfni
- Öguð, snögg og nákvæm vinnubrögð
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Almenn tölvukunnátta og geta til að tileinka sér tækninýjungar
- Ökuréttindi
Af hverju Askja?
- Fjölskylduvænn vinnustaður
- Reglulegir viðburðir og frábær starfsandi
- Allir hafa rödd sem hlustað er á
- Hugað er að velferð og vellíðan starfsfólks
- Samgöngu- og líkamsræktarstyrkur
Auglýsing birt5. ágúst 2025
Umsóknarfrestur1. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Njarðarbraut 11, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSveinsprófÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Viðgerðarmenn og vélstjórar á þjónustuverkstæði
VHE

Bifvélavirki fyrir Max1/Vélaland
MAX1 | VÉLALAND

Bifvélavirkjar
Bílaumboðið Askja

Verkstæðisformaður á vélaverkstæði, Reyðarfjörður
Vegagerðin

Verkstæðisformaður á Akureyrarflugvelli
Isavia Innanlandsflugvellir

Car Mechanic
BT Bílar ehf.

Verkstæðisstarf hjá Þór hf á Akureyri
Þór hf

Viðgerðarmaður / Mechanics
Vélafl ehf

Bifvélavirki / Auto Mechanic
ÍSAK Bílaleiga

Flinkur bifvélavirki óskast
Bílhúsið ehf

Viðgerðarmaður á landbúnaðar- og vinnuvélum - Akureyri
Vélfang ehf

Tjónamatsmaður ökutækjatjóna
Sjóvá