
Samherji Fiskeldi
Nýr og glæsilegur Eldisgarður Samherja Fiskeldis er nú að rísa í Auðlindagarðinum á Reykjanesi. Verkefnið er að fullu fjármagnað og þar verður árlega framleiddur allt að 40.000 tonna hágæða lax, með nýjustu tækni sem völ er á í sjálfbæru fiskeldi.
Um er að ræða framsækið og umhverfisvænt framtak sem mun skapa fjölda framtíðarstarfa á svæðinu – og nú er tækifærið þitt til að vera með frá byrjun.
Verkefnið mun skapa einstök tækifæri til fullnýtingar orkustrauma m.a. frá jarðvarmavirkjunum á Reykjanesi.
Markmið verkefnisins er að framleiða lax með lágt vistspor með hringrásarhagkerfið að leiðarljósi. Allt framleiðsluferlið verður á sama stað, frá innsetningu hrogna að fullunnum hágæðaafurðum.
Samherji Fiskeldi hefur verið stórframleiðandi á laxi og bleikju í yfir 20 ár og rekur eingöngu landeldisstöðvar.
Aðstoðarverkefnisstjóri vélbúnaðar (Assistant Project Manager Mechanical)
Vilt þú vera hluti af framtíðinni í íslensku landeldi?
Við leitum að lausnamiðuðum og skipulögðum aðstoðarverkefnisstjóra vélbúnaðar til að taka þátt í uppbyggingu og rekstri nýs og glæsilegs landeldis sem nú rís í Auðlindagarðinum á Reykjanesi.
Aðstoðarverkefnisstjóri vélbúnaðar hefur eftirlit með uppsetningu vélbúnaðar á verkstað.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Eftirlit með uppsetningu vélbúnaðar á verkstað.
- Tryggja að uppsetning, tengingar og prófanir séu í samræmi við verklag og öryggisreglur.
- Vinna náið með verktökum og verkefnastjóra til að tryggja gæði og skil á réttum tíma.
- Halda utan um skýrslugerð og skráningu á framkvæmdum tengdum vélbúnaði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Hefur menntun í verk- eða tæknifræði, vélfræði eða aðra menntun sem nýtist í starfi.
- Hefur reynslu af búnaðaruppsetningu og prófunum í stærri framkvæmdum.
- Er lausnamiðaður, skipulagður og getur unnið sjálfstætt.
- Hefur góð samskiptafærni og reynslu af vinnu með verktökum.
- Góð tölvukunnátta og færni í skýrslugerð.
- Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli.
Auglýsing birt13. júní 2025
Umsóknarfrestur29. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Auðlindagarðurinn á Reykjanesi
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Langar þig að starfa við framkvæmdareftirlit?
EFLA hf

Regulatory Affairs Specialist
Nox Medical

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Framleiðsluverkfræðingur | Manufacturing Engineer
Embla Medical | Össur

Viðskipta- og markaðsstjóri
Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar

Scientist – Development of fishing gear technology – two-year position
Hafrannsóknastofnun

Sérfræðingur við þróun á veiðarfæratækni
Hafrannsóknastofnun

Verkefnastjóri framleiðslu í jarðvinnu
Ístak hf

Gildingasérfræðingur (e. Validation Technician)
Kerecis

Sérfræðingur í upplýsingakerfum veitna
Norðurorka hf.

Verkfræðingur óskast á mannvirkjasvið
Norconsult ehf.

Kennari í fagbóklegar greinar og teikningu - Byggingatækniskólinn
Tækniskólinn