Leikskólinn Strandheimar
Leikskólinn Strandheimar
Leikskólinn Strandheimar

Aðstoðarleikskólastjóri

Leikskólinn Strandheimar auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra frá og með 7. ágúst 2025.

Leitað er að áhugasömum einstaklingi með leiðtogahæfileika sem er tilbúinn að taka þátt í að leiða og þróa metnaðarfullt og faglegt starf leikskólans þar sem samvinna, traust og gleði ríkir.

Aðstoðarleikskólastjóri er faglegur leiðtogi og situr í stjórnendateymi leikskólans. Hann starfar samkvæmt stefnumörkun leikskólans sem tekur meðal annars mið af menntastefnu Sveitarfélagsins Árborgar Vegur að visku og velferð, aðalnámskrá leikskóla, lögum og reglugerðum um leikskóla og öðrum lögum er við eiga.

Um er að ræða gefandi og skemmtilegt starf í góðu starfsumhverfi barna og kennara. Áherslur Strandheima eru á leik barna, heilsueflandi í gegnum verkefnið Heilsueflandi leikskóli, jákvæð og uppbyggjandi samskipti og umhyggjusamt námsumhverfi með hugmyndafræði Jákvæðs aga að leiðarljósi. Leikskólinn er starfræktur á tveimur starfsstöðfum og er fjögurra deilda. Á báðum starfsstöðvum eru eldri og yngri deildir.

Leiðarljós Strandheima eru Vellíðan - Sköpun - Virðing og eru þau leiðarvísir að þeim markmiðum sem við viljum að séu gegnum gangandi í leikskólastarfinu og samskiptum innan hans. Það er mikilvægt að stórum sem smáum líði vel, að virðing sé borin fyrir náunganum og að sköpunarkraftur einstaklingsins fái notið sín.

Það er ósk okkar að börnin:

- Kynnist leikgleði

- Öðlist færni í samskiptum

- Læri að meta hreyfingu og þá ánægju sem hreyfing veitir

- Fái frelsi til sköpunar í leik og starfi

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Stjórnun og skipulagning:

• Er aðstoðarmaður leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri leikskólans.

• Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans.

• Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins.

• Heimilt er að aðstoðarleikskólastjóri starfi ekki sem deildarstjóri.

• Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins og ef hann starfar jafnframt sem deildarstjóri fer hann þá eftir starfslýsingu hans.

Uppeldi og menntun:

• Ber ásamt leikskólastjóra ábyrgð á að unnið sé eftir aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá leikskólans, að áætlanir þar um séu gerðar og reglulegt mat fari fram.

• Foreldrasamstarf:

• Sér um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra.

• Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.

• Annað:

• Situr starfsmannafundi, deildarstjórafundi og aðra fundi er leikskólastjóri segir til um og varðar starfsemi leikskólans.

• Sinnir að öðru leyti þeim verkefnum er varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf kennara
  • Kennslureynsla á leikskólastigi 
  • Reynsla af stjórnun er æskileg
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, lausnamiðuð hugsun og jákvætt viðmót 
  • Fagleg framkoma
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi og faglegur metnaður 
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
  • Mjög góð íslenskukunnátta
Auglýsing birt7. maí 2025
Umsóknarfrestur19. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Blómsturvellir 1, 825 Stokkseyri
Túngata 39, 820 Eyrarbakki
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar