

Leikskólinn Völlur - leikskólakennari/leiðbeinandi
Leikskólinn Völlur er 6 kjarna leikskóli staðsettur á Keilisbraut 774 í Reykjanesbæ þar sem unnið er eftir hugmyndafræði Hjallastefnunnar.
Hefur þú gaman að börnum?
Finnst þér gaman að leika þér ? Syngja? Útivera og hreyfing ?
Finnst þér prumpubrandarar enn fyndnir?
Þá erum við rétti staðurinn fyrir þig !
Kæri vinur/vinkona, vertu velkomin á Leikskólann okkar Völl í Reykjanesbæ! ☀️
Við leitum að jákvæðum og lífsglöðum einstakling sem til er í að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af gleði og kærleika.
Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í skólastarfi.
Við erum að leita að leikskólakennara eða leiðbeinanda í 100% starf. Þarf viðkomandi að getað hafið störf sem fyrst eða í síðasta lagi 13. ágúst.
Hægt er að fá frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á [email protected]
- Að vinna að uppeldi og menntun ungra barna
- Hafa gaman og njóta með börnum og samstarfsfólki í vinnunni
- Íslenskukunnátta skilyrði
- Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun
- Reynsla af vinnu með börnum
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði í starfi
- Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
Starfsfólk er í fríu fæði
Vinnustytting












