
Reykjanesbær
Reykjanesbær er fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta-, og menningarstarf. Íbúar sinna fjölbreyttum störfum í vistvænu fjölmenningarsamfélagi sem einkennist af framsækni, eldmóði og virðingu.
Reykjanesbær hefur að markmiði að hafa ávallt á að skipa hæfum og
ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að veita bæjarbúum sem allra besta þjónustu og sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu fyrir ólíkum
sjónarmiðum.

Heilsuleikskólinn Asparlaut - Deildarstjóri
Ertu metnaðarfull/ur með víðtæka þekkingu á leikskólastarfi?
Heilsuleikskólinn Asparlaut nýr og framsækinn sex deilda leikskóli við Skólaveg 54 í Reykjanesbæ, leitar að deildarstjóra sem er tilbúinn að taka virkan þátt í mótun og þróun metnaðarfulls skólastarfs. Skólinn opnaði 24. mars 2025 og starfar eftir Heilsustefnunni með áherslu á leik, hreyfingu, næringu og skapandi starf. Aðrar áherslur eru læsi í víðum skilningi og stærðfræði, þar sem kennsluaðferðin Leikur að læra er nýtt. Skólinn er einnig þáttakandi í verkefninu Heilsueflandi leikskóli á vegum Embættis landlæknis.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun, skipulagning, framkvæmd og mat á starfi deildarinnar.
- Uppeldi og menntun barna með áherslu á einstaklingsmiðaða leiðsögn og umönnun.
- Dagleg verkstjórn innan deildar, upplýsingamiðlun við samstarfsfólk og stjórnendur.
- Samstarf við foreldra, m.a. í aðlögun, samskiptum og foreldraviðtölum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari og sérhæfing á leikskólastigi.
- Reynsla af stjórnunarstarfi í leikskóla æskileg.
- Reynsla af starfi í leikskóla.
- Hæfni til að starfa í teymum, faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
- Skipulögð vinnubrögð, frumkvæði og jákvæð afstaða til skólaþróunar.
- Sveigjanleiki jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
- Góð íslenskukunnátta skilyrði.
Fríðindi í starfi
- Bókasafnskort.
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum.
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund.
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó.
Auglýsing birt6. maí 2025
Umsóknarfrestur12. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Asparlaut 2, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSkipulagStundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Deildarstjóri óskast
Efstihjalli

Leikskólakennarar óskast til starfa í Lundarkot
Öxarfjarðarskóli

Sérkennari óskast
Helgafellsskóli

Aðstoðarleikskólastjóri
Leikskólinn Sumarhús

Leikskólakennari í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli

Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa
Leikskólinn Blásalir

Tónlistarkennarar óskast
Fjarðabyggð

Deildarstjóri óskast á Hlaðhamra
Leikskólinn Hlaðhamrar

Leikskólakennarar/leiðbeinendur óskast á Hlaðhamra
Leikskólinn Hlaðhamrar

Leikskólinn Kiðagil: Leikskólakennari
Akureyri

Kennari ungbarnaleikskóla
Seltjarnarnesbær

Deildarstjóri ungbarnaleikskóla
Seltjarnarnesbær