Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Aðstoðardeildarstjóri tómstundamiðstöðvar - Lækjarskóli

Lækjarskóli óskar eftir að ráða drífandi og kraftmikinn aðstoðardeildarstjóra í 100% starf í tómstundastarf skólans.

Markmið tómstundamiðstöðvarinnar er að gefa börnum og unglingum tækifæri til að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli.

Aðstoðardeildarstjóri tekur þátt í að stýra daglegri starfsemi félagsmiðstöðvar og frístundarheimilis og sjá til þess að uppeldisleg og fagleg vinnubrögð séu ráðandi í öllu starfi deildarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón og ábyrgð með starfsemi tómstundamiðstöðvar ásamt deildarstjóra með áherslu á 1.-4.bekk.
  • Sinnir forvarna- og fræðslustarfi um ýmis málefni sem tengjast börnum og ungmennum
  • Skipulagning og framkvæmd verkefna og viðburða
  • Sér til þess að upplýsingaflæði til barna, foreldra og samstarfsaðila sé virkt
  • Stýrir verkaskiptingu milli starfsmanna og veitir leiðsögn um framkvæmd starfseminnar
  • Stuðlar að góðu samstarfi við ýmsa aðila, s.s. foreldra, skóla, félagsþjónustu, aðrar félagsmiðstöðvar og frístundaheimili og aðrar stofnanir og samtök sem vinna að málefnum barna og unglinga
  • Starfar með nemendum með sértækan vanda
  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni og samkvæmt starfslýsingu

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Bakkalár háskólapróf í tómstunda- og félagsmálafræði, háskólapróf á sviði uppeldis og menntunarfræða, eða annað háskólanám sem nýtist í starfi.
  • Reynsla og áhugi af starfi með börnum og ungmennum
  • Áhugi á málefnum barna og forvörnum.
  • Þekkingu á að vinna með hópastarf
  • Reynsla af þverfaglegu samstarfi
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi unnið í frístundaheimili eða félagsmiðstöð
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Almenn tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
  • Samskipta- og samstarfshæfni

Fríðindi í starfi:

  • Heilsuræktarstyrkur
  • 75% afsláttur af frístundagjöldum
  • Forgangur í frístundaheimili
  • Bókasafnskort
  • Sundkort

Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarnveig Dagsdóttir, deildarstjóri Tómstundamiðstöðvar í gegnum netfangið [email protected] eða Björgvin Sigurbjörnsson aðstoðarskólastjóri í gegnum netfangið [email protected]

Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BHM.

Umsóknarfrestur er til og með 11. febrúar 2026.

Greinargóð ferilskrá fylgi umsókn.

Ráðið er í stöðuna frá 16. febrúar 2026.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika

Auglýsing birt30. janúar 2026
Umsóknarfrestur11. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sólvangsvegur 4, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar