Leikskólinn Maríuborg
Leikskólinn Maríuborg
Leikskólinn Maríuborg

Deildarstjóri í leikskólanum Maríuborg

Ertu leikskólakennari, með háskólamenntun sem nýtist í starfi og með reynslu af að starfa með börnum? Komdu þá endilega að vinna með okkur í Maríuborg þar sem notaleg stemning, falleg samskipti og faglegt starf blómstrar alla daga.

Leikskólinn Maríuborg auglýsir eftir deildarstjóra í fullt starf. Leikskólinn er staðsettur í Maríubaug 3 í Grafarholti. Náttúrufegurðin umkringir leikskólann og skapar einstakt tækifæri fyrir börnin til náms. Útisvæðið okkar er því fullt af töfrum sem gaman er að upplifa. Skólinn er bjartur og fallegur og skiptist í fjórar deildir, þar af íþróttasal, tvær kubbastofur og listasmiðju, auk starfsmannarýmis og eldhúss.

Einkunnarorð okkar og megingildi eru LEIKUR-SAMSKIPTI-NÁMSGLEÐI og er það grunnurinn að öllu okkar starfi. Við leggjum áherslu á læsi, frjálsan leik og félagsfærni. Lubbi finnur málbein og Vináttuverkefni Barnaheilla eru einnig ómissandi þáttur í lífi og námi barnanna í Maríuborg en söngur og tónlist skipar einnig stóran sess í starfi okkar. Þá er einnig starfrækt læsisteymi við leikskólann sem heldur utan um gerð læsis- og málstefnu Maríuborgar, sem verið er að vinna að. Námskrá leikskólans er einnig í vinnslu en í því felst skemmtilegt tækifæri til að móta framtíðar stefnu leikskólans í virku lærdómssamfélagi.

Að okkar mati er mikilvægt að leikur barna og skapandi starf fái rými og að börn nái að blómstra út frá sínum styrkleikum í ró og næði. Í Maríuborg er því lögð áhersla á faglegt starf sem þróast í takt við nýjustu rannsóknir og reynslu í menntunarfræði ungra barna. Þá er unnið eftir Menntastefnu Reykjavíkur, Draumar geta ræst, sem og Aðalnámskrá leikskóla.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra og skólanámskrá
  • Fagleg forysta og stjórnun deildarinnar
  • Skipulagning og mat á starfi deildarinnar
  • Foreldrasamvinna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara eða önnur háskólamenntun skilyrði.
  • Jákvæðni og frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Hæfni og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Ábyrgð og áreiðanleiki.
  • Íslenskukunnátta á stigi c1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum er skilyrði.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
  • 36 stunda vinnuvika miðað við fullt starf
  • Sund- og menningarkort
  • Afsláttur af leikskólagjaldi fyrir barn í leikskóla í Reykjavík
  • Samgöngusamningur
  • Boðið er upp á heitan mat í hádeginu, morgunmat og síðdegishressingu.
Auglýsing birt27. janúar 2026
Umsóknarfrestur10. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Maríubaugur 3, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar