Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Aðjúnkt í skapandi sjálfbærni

Laust er til umsóknar fullt starf aðjúnkts í skapandi sjálfbærni til tveggja ára við Menntavísindasvið Háskóla Íslands á Hallormsstað. Meginviðfangsefni starfsins er að leiða kennslu, námsefnisgerð og námsmat, stuðla að rannsóknarverkefnum og tryggja gæði og faglega þróun námsins í skapandi sjálfbærni, ásamt því að efla samstarf milli HÍ, Hallormsstaðaskóla og samfélagsins. Viðkomandi mun starfa náið með forstöðumanni Hallormsstaðaskóla, samstarfsfólki við Háskóla Íslands, og fjölbreyttum hópi sérfræðinga og kennara sem koma að náminu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kennsla, námsefnisgerð og námsmat.

  • Skipulag og þróun námsins og eftirlit með gæðum þess.

  • Þátttaka í rannsóknarverkefnum sem styðja við nýsköpun og þróun innan skapandi sjálfbærni.

  • Upplýsingamiðlun, efling samstarfs og samfélagstengsla.

  • Samstarf við annað starfsfólki Hallormsstaðaskóla og Háskóla Íslands.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistarapróf á sviði sköpunar og/eða sjálfbærni eða á skyldum fræðasviðum.

  • Doktorspróf er kostur.

  • Reynsla af kennslu á háskólastigi er æskileg.

  • Reynsla af nýsköpun og þróunarstarfi.

  • Þekking og áhugi á þróun kennslu á sviði sköpunar og sjálfbærni.

Auglýsing birt18. febrúar 2025
Umsóknarfrestur10. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hallormsstaðaskóli , 701 Egilsstaðir
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar