Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Stærðfræðikennari – Háskólagrunnur HR

Háskólagrunnur HR leitar að kraftmiklum og áhugasömum stærðfræðikennara í 100% starf. Í starfinu felst fyrst og fremst kennsla í stærðfræði á framhaldsskólastigi, á hæfniþrepi tvö, þrjú og fjögur, sem undirbýr nemendur fyrir nám í háskóladeildum skólans. Öll kennsla Í Háskólagrunni HR fer fram á íslensku.

STARFSSVIÐ

  • Kennsla, undirbúningur og yfirferð verkefna
  • Þátttaka í skipulagi og þróun náms við Háskólagrunn HR
  • Samstarf og þróunarvinna með kennurum deildarinnar
  • Samskipti við nemendur og starfsfólk skólans

HÆFNISKRÖFUR

  • Háskólapróf sem veitir góða þekkingu og færni í stærðfræði
  • Kennsluréttindi eru æskileg
  • Reynsla af kennslu er æskileg
  • Vilji til að skoða og reyna ólíkar aðferðir við kennslu og miðlun
  • Fagmennska og skipulagshæfni
  • Færni í samskiptum og hæfileiki til að vinna með fjölbreyttum hópum

UMSÓKNARFERLIÐ

  • Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2025
  • Með umsókn skal fylgja afrit af viðeigandi prófskírteinum
  • Æskilegt er að umsókn fylgi einnig starfs- og ferilskrá, upplýsingar um meðmælendur og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir m.a. grein fyrir hugmyndum sínum um kennslu og kennsluaðferðir.
  • Ráðið verður í stöðuna eftir nánara samkomuagi, kennsla hefst í byrjun ágúst en æskilegt er að umsækjandi geti tekið þátt í einhverju undirbúningsstarfi á vormánuðum.
  • Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Sigríður Bragadóttir, forstöðumaður Háskólagrunns HR ([email protected]; sími: 599 6460) og mannauðsdeild ([email protected]).

Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál

Auglýsing birt5. febrúar 2025
Umsóknarfrestur1. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskipti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar