![Háskólinn í Reykjavík](https://alfredprod.imgix.net/logo/963d0ad0-b0c7-4791-872c-d7a4fbd6b426.png?w=256&q=75&auto=format)
Háskólinn í Reykjavík
Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi.
Stefna Háskólans í Reykjavík er að vera öflugur kennslu- og rannsóknaháskóli með áherslu á tækni og samfélag.
Kjarnastarfsemi Háskólans í Reykjavík er kennsla og rannsóknir í sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag, þar sem áhersla er lögð á þverfagleika, alþjóðleg viðmið, nýsköpun og faglega þjónustu. Starfsemin mótast af persónulegum tengslum og virðingu fyrir samfélagi og umhverfi.
![Háskólinn í Reykjavík](https://alfredprod.imgix.net/cover/is-a6f470d7-65e2-4602-b957-05e09d3a17f3.jpeg?w=1200&q=75&auto=format)
Stærðfræðikennari – Háskólagrunnur HR
Háskólagrunnur HR leitar að kraftmiklum og áhugasömum stærðfræðikennara í 100% starf. Í starfinu felst fyrst og fremst kennsla í stærðfræði á framhaldsskólastigi, á hæfniþrepi tvö, þrjú og fjögur, sem undirbýr nemendur fyrir nám í háskóladeildum skólans. Öll kennsla Í Háskólagrunni HR fer fram á íslensku.
STARFSSVIÐ
- Kennsla, undirbúningur og yfirferð verkefna
- Þátttaka í skipulagi og þróun náms við Háskólagrunn HR
- Samstarf og þróunarvinna með kennurum deildarinnar
- Samskipti við nemendur og starfsfólk skólans
HÆFNISKRÖFUR
- Háskólapróf sem veitir góða þekkingu og færni í stærðfræði
- Kennsluréttindi eru æskileg
- Reynsla af kennslu er æskileg
- Vilji til að skoða og reyna ólíkar aðferðir við kennslu og miðlun
- Fagmennska og skipulagshæfni
- Færni í samskiptum og hæfileiki til að vinna með fjölbreyttum hópum
UMSÓKNARFERLIÐ
- Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2025
- Með umsókn skal fylgja afrit af viðeigandi prófskírteinum
- Æskilegt er að umsókn fylgi einnig starfs- og ferilskrá, upplýsingar um meðmælendur og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir m.a. grein fyrir hugmyndum sínum um kennslu og kennsluaðferðir.
- Ráðið verður í stöðuna eftir nánara samkomuagi, kennsla hefst í byrjun ágúst en æskilegt er að umsækjandi geti tekið þátt í einhverju undirbúningsstarfi á vormánuðum.
- Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Sigríður Bragadóttir, forstöðumaður Háskólagrunns HR ([email protected]; sími: 599 6460) og mannauðsdeild ([email protected]).
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál
Auglýsing birt5. febrúar 2025
Umsóknarfrestur1. mars 2025
Tungumálahæfni
![Íslenska](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
Nauðsyn
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
KennslaMannleg samskipti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)