Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Forstöðumaður Menntavísindastofnunar

Laust er til umsóknar fullt starf forstöðumanns Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands.

Menntavísindastofnun er rannsókna- og fræðastofnun innan Háskóla Íslands. Stofnunin leiðir uppbyggingu rannsóknarinnviða í menntavísindum og er samstarfsvettvangur rannsókna á Menntavísindasviði. Menntavísindastofnun veitir stuðning við rannsakendur og doktorsnema, eflir alþjóðlegt samstarf og sinnir fræðilegri útgáfu. Stofnunin sinnir jafnframt verkefnum innan háskólans sem utan t.d. með því að framkvæma rannsóknir og úttektir fyrir stjórnvöld og aðra hagaðila.

Forstöðumaður stýrir stofnuninni og ber ábyrgð á daglegum rekstri hennar, aflar henni verkefna og tekna, annast áætlanagerð, fjármál og starfsmannamál og sér um framkvæmd á þeim málum sem stjórn Menntavísindasviðs felur honum. Forstöðumaður ber ábyrgð á þeim rannsóknarverkefnum sem stofnunin hýsir og er ábyrgur fyrir fagmennsku, framgangi þeirra og skilum.

Í boði er mjög áhugavert og krefjandi starf fyrir öfluga manneskju sem vill taka þátt í að leiða stofnunina á komandi árum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Daglegur rekstur stofnunar, s.s. stjórnun og starfsmannahald, fjármál og áætlanagerð, samskipti við stjórn og forseta Menntavísindasviðs.

  • Öflun verkefna og styrkja.

  • Stefnumótun, langtímaáætlanagerð, gæðamál og þróunarvinna.

  • Upplýsingagjöf og kynningarmál um málefni stofnunarinnar.

  • Umsjón með rannsóknarverkefnum eftir því sem við á.

  • Umsjón með og efling samstarfs stofnunar við aðila innan og utan HÍ.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistaragráða á sviði menntavísinda eða skyldra fræðigreina sem nýtist í starfi.

  • Doktorspróf á sviði menntavísinda eða skyldra fræðigreina er kostur.

  • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum.

  • Þekking á rannsóknaraðferðum mennta- og félagsvísinda.

  • Reynsla af alþjóðlegu og þverfaglegu rannsóknarstarfi er kostur.

  • Reynsla af gerð starfs- og fjármálaáætlana er kostur.

  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.

  • Leiðtogahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.

Auglýsing birt30. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Stakkahlíð 1, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FjárhagsáætlanagerðPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Starfsmannahald
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar