Umhverfis- og orkustofnun
Umhverfis- og orkustofnun
Umhverfis- og orkustofnun

Viltu hafa áhrif á umhverfið? Lausnamiðaður lögfræðingur óskast

Laust er til umsóknar starf lögfræðings á sviði umhverfisgæða hjá Umhverfis- og orkustofnun. Á sviði umhverfisgæða starfa teymi hafs og vatns, teymi eftirlits og teymi efnamála. Megin verkefni lögfræðingsins verða í teymi eftirlits og efnateymi. Verkefnin varða m.a. framkvæmd og eftirfylgni á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu og efnalög. Lögfræðingurinn tryggir að við afgreiðslu mála sé farið að reglum stjórnsýsluréttar. Fjölbreytt og spennandi verkefni eru í deiglunni á þessu sviði sem m.a. tengjast innleiðingu á nýjum evrópugerðum á sviði efnamála og aukinni áherslu á verkefni er snúa að samræmingu heilbrigðiseftirlits á landinu öllu. Einnig koma lögfræðingar stofnunarinnar að ýmsum nýjum verkefnum þvert á teymi eftir því sem þörf er á.

Lögfræðingurinn vinnur náið með sérfræðingum í teymisvinnu. Lögfræðingar stofnunarinnar starfa saman innan sviða og einnig í samstarfshópi allra lögfræðinga stofnunarinnar.

Leitað er að lausnarmiðuðum einstaklingi með góða samstarfshæfni sem hefur áhuga á að vinna á sviði umhverfisverndar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Túlkun á lögum, reglugerðum og EES gerðum
  • Tryggja að farið sé að reglum stjórnsýsluréttar við afgreiðslu mála
  • Lögfræðileg aðstoð við sérfræðinga
  • Umsjón með eftirfylgni eftirlits og beitingu þvingunarúrræða
  • Greining EES gerða fyrir upptöku þeirra í EES-samninginn
  • Aðstoð við að semja reglugerðir og leiðbeiningar
  • Umsagnir um þingmál
  • Svör við stjórnsýslukærum
  • Þátttaka í lögfræðilegum úrlausnarefnum sem eru þvert á teymi og varða stofnunina almennt
  • Samskipti við stjórnvöld, hagsmunaaðila og almenning
Fríðindi í starfi
  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
  • Góð greiningar og ritfærni við gerð lagatexta.
  • Þekking og reynsla af störfum á sviði  stjórnsýslu, umhverfisréttar og evrópuréttar er kostur.
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð og geta til að sýna frumkvæði
  • Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum bæði við hagsmunaaðila og samstarfsfólk er skilyrði
  • Stafræn hæfni
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Haldbær þekking á einu Norðurlandamáli er kostur

 

 

Advertisement published25. July 2025
Application deadline18. August 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Rangárvellir 2, 603 Akureyri
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags