Umhverfis- og orkustofnun
Umhverfis- og orkustofnun
Umhverfis- og orkustofnun

Hefur þú áhuga á auðlindanýtingu og umhverfismálum? Lögfræðingur í teymi leyfa og umsagna

Hjá Umhverfis- og orkustofnun er laust til umsóknar starf lögfræðings í teymi leyfa og umsagna. Starfsvið lögfræðingsins felst í vinnu með sérfræðingum að útgáfu leyfa til auðlindanýtingar, starfsleyfa fyrir mengandi starfsemi og úrlausn lögfræðilegra álitaefna sem varða verkefni teymisins. Einnig mun lögfræðingurinn halda utan um umsagnabeiðnir er teyminu berast í samstarfi við teymisstjóra. Lögfræðingurinn mun taka þátt í samstarfi við ráðuneyti, aðrar ríkisstofnanir, sveitarfélög og fyrirtæki og samtök þeirra.

Lögfræðingurinn vinnur jafnframt náið með sérfræðingum í teymisvinnu. Lögfræðingar stofnunarinnar starfa saman innan sviða og einnig í samstarfshópi allra lögfræðinga stofnunarinnar.

Leitað er að lausnarmiðuðum einstaklingi með góða samstarfshæfni sem hefur áhuga á að vinna á sviði umhverfisverndar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Rýni leyfa og aðstoð við sérfræðinga teymisins við leyfisveitingar
  • Umsagnir um þingmál og mál til ráðuneytis
  • Umsjón með umsagnabeiðnum er teyminu berast
  • Umsagnir um stjórnsýslukærur
  • Tillögur að breytingum á lögum og reglugerðum og greining EES gerða
  • Útgáfa og breytingar á leyfum til auðlindanýtingar og starfsleyfum
  • Aðgangur að upplýsingum skv. stjórnsýslulögum og upplýsingalögum en einnig upplýsingavinnsla til almennings
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og lögmennsku er kostur
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti er nauðsynleg
  • Þekking og/eða reynsla af reglum EES-samningsins er kostur
  • Þekking og reynsla af auðlindanýtingu og umhverfismálum kostur
  • Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum bæði við hagsmunaaðila og samstarfsfólk er skilyrði
  • Stafræn hæfni
  • Umbóta- og lausnamiðuð hugsun og reynsla af stöðugum umbótum
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Haldbær þekking á einu Norðurlandamáli er kostur
Advertisement published25. July 2025
Application deadline18. August 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Rangárvellir 2, 603 Akureyri
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags