

Hefur þú áhuga á auðlindanýtingu og umhverfismálum? Lögfræðingur í teymi leyfa og umsagna
Hjá Umhverfis- og orkustofnun er laust til umsóknar starf lögfræðings í teymi leyfa og umsagna. Starfsvið lögfræðingsins felst í vinnu með sérfræðingum að útgáfu leyfa til auðlindanýtingar, starfsleyfa fyrir mengandi starfsemi og úrlausn lögfræðilegra álitaefna sem varða verkefni teymisins. Einnig mun lögfræðingurinn halda utan um umsagnabeiðnir er teyminu berast í samstarfi við teymisstjóra. Lögfræðingurinn mun taka þátt í samstarfi við ráðuneyti, aðrar ríkisstofnanir, sveitarfélög og fyrirtæki og samtök þeirra.
Lögfræðingurinn vinnur jafnframt náið með sérfræðingum í teymisvinnu. Lögfræðingar stofnunarinnar starfa saman innan sviða og einnig í samstarfshópi allra lögfræðinga stofnunarinnar.
Leitað er að lausnarmiðuðum einstaklingi með góða samstarfshæfni sem hefur áhuga á að vinna á sviði umhverfisverndar.
- Rýni leyfa og aðstoð við sérfræðinga teymisins við leyfisveitingar
- Umsagnir um þingmál og mál til ráðuneytis
- Umsjón með umsagnabeiðnum er teyminu berast
- Umsagnir um stjórnsýslukærur
- Tillögur að breytingum á lögum og reglugerðum og greining EES gerða
- Útgáfa og breytingar á leyfum til auðlindanýtingar og starfsleyfum
- Aðgangur að upplýsingum skv. stjórnsýslulögum og upplýsingalögum en einnig upplýsingavinnsla til almennings
- Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og lögmennsku er kostur
- Mjög gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti er nauðsynleg
- Þekking og/eða reynsla af reglum EES-samningsins er kostur
- Þekking og reynsla af auðlindanýtingu og umhverfismálum kostur
- Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum bæði við hagsmunaaðila og samstarfsfólk er skilyrði
- Stafræn hæfni
- Umbóta- og lausnamiðuð hugsun og reynsla af stöðugum umbótum
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
- Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
- Haldbær þekking á einu Norðurlandamáli er kostur













