
Mannauðsstjóri
Suðurnesjabær óskar eftir framsýnum og drífandi aðila í stöðu mannauðsstjóra. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir drifkrafti, samskiptafærni og umbótasinnuðum hugsunarhætti.
Mannauðsstjóri sinnir eftirfylgni við mannauðsstefnu Suðurnesjabæjar, sér um alhliða ráðgjöf um mannauðsmál og stuðlar að velferð starfsfólks. Mannauðsstjóri er ábyrgur fyrir launaafgreiðslu, jafnlaunakerfi, ráðningarmálum, vinnuverndarmálum og öðru sem heyrir undir málaflokkinn. Mannauðsstjóri heyrir undir bæjarstjóra. Um fullt starf er að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Efla stjórnun mannauðsmála í sveitarfélaginu með stuðningi og ráðgjöf um mannauðs- og launamál
- Ábyrgð á innleiðingu og eftirfylgni með mannauðsstefnu og þátttaka í stefnumótun
- Umsjón með launavinnslu, jafnlaunakerfi og jafnlaunavottun
- Þáttaka í vinnslu fjárhagsáætlana með áherslu á launaáætlun
- Ábyrgð á ráðningarferli og nýliðaþjálfun í samstarfi við stjórnendur
- Umsjón með starfsmanna- og stjórnendahandbókum, starfslýsingum, auk fræðslu og þjálfunar starfsfólks
- Umsjón og eftirfylgni með framkvæmd vinnustaðagreininga og starfsmannasamtala
- Umsjón með vinnuverndarmálum og framkvæmd áhættumats á vinnustöðum í samvinnu við trúnaðarmenn
- Ábyrgð á endurskoðun og framkvæmd verkferla í mannauðsmálum í samvinnu við framkvæmdastjórn
- Önnur verkefni í tengslum við mannauðsmál sveitarfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði og framhaldsmenntun er æskileg, s.s. á sviði mannauðsstjórnunar, stjórnunar eða opinberrar stjórnsýslu
- Reynsla af sambærilegu starfi
- Þekking og reynsla af launavinnslu og jafnlaunavottun er æskileg
- Þekking á kjarasamningum og opinberri stjórnsýslu er æskileg
- Reynsla af áætlanagerð er kostur
- Þekking og reynsla af markþjálfun og mótun liðsheildar á vinnustað er kostur
- Leiðtogafærni, frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt
- Þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Mjög góð almenn tölvukunnátta er skilyrði, þekking á Kjarna launakerfinu er kostur
- Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, á íslensku og ensku
Suðurnesjabær er næstfjölmennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum með um 4.350 íbúa. Mikil uppbygging og gróska er í sveitarfélaginu, m.a. með uppbyggingu nýrra hverfa. Í Suðurnesjabæ eru m.a. tveir grunnskólar, tveir leikskólar, tvær íþróttamiðstöðvar og sundlaugar, bóka- og byggðasafn. Auk þess er ýmis önnur þjónusta og starfsemi á vegum sveitarfélagsins. Suðurnesjabær er heilsueflandi samfélag sem býður uppá nálægð við náttúruna og einstaka strandlengju sem umvefur sveitarfélagið.
Umsóknarfrestur er til og með 12. ágúst 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veita Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) og Thelma Kristín Kvaran ([email protected]).











