Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Verkefnisstjóri á ENIC/NARIC upplýsingaskrifstofu

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra hjá ENIC/NARIC upplýsingaskrifstofu Íslands. Skrifstofan sinnir akademísku mati á erlendu námi ásamt því að afgreiða umsóknir um leyfisbréf í lögbundnum iðngreinum. Auk þess veitir skrifstofan einstaklingum, háskólum og stofnunum upplýsingar um prófgráður og menntakerfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Mat á erlendum prófskírteinum og afgreiðsla mála 
  • Afgreiðsla umsókna um viðurkenningu á menntun og starfsreynslu iðnaðarmanna
  • Miðlun upplýsinga til innlendra og erlendra stofnana, háskóla og einstaklinga um mat á erlendu námi
  • Upplýsingagjöf til erlendra aðila um íslenska menntakerfið og íslensk próf
  • Þátttaka í uppbyggingu á verkferlum fyrir matsskrifstofu og þróun á heimasíðu og umsóknarkerfi skrifstofunnar
  • Þátttaka í samnorrænum vinnuhópum með samstarfsskrifstofum á Norðurlöndunum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistarapróf sem nýtist í starfi
  • Þekking af háskólaumhverfi og erlendum menntakerfum er kostur
  • Reynsla af alþjóðlegum samskiptum er kostur
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku, önnur tungumálaþekking er kostur
  • Góð samskipta- og greiningahæfni, ásamt nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Advertisement published22. April 2025
Application deadline2. May 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Intermediate
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags