
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Auk tæplega þrettán þúsund nemenda starfa þar rúmlega sextán hundruð fastráðnir starfsmenn og yfir tvö þúsund stundakennarar og lausráðnir starfsmenn.Megin hlutverk Háskólans er að vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun. Til þess að svo megi vera þarf fjölmarga ólíka starfsmenn.
Háskóli Íslands er lifandi samfélag þar sem saman koma einstaklingar með ólíkan bakgrunn en allir vinna þó að sama marki að gera Háskóla Íslands að enn öflugri menntastofnun en hún er í dag.
Markmið Háskóla Íslands er að vera í fremstu röð háskóla og að nota alþjóðlega viðurkennda mælikvarða við allt gæðamat á starfi skólans. Gerðar eru kröfur til kennara, stjórnenda og annars starfsfólks til að ná þessu markmiði.
Í könnunum sem gerðar hafa verið um starfsumhverfi Háskóla Íslands kemur í ljós að starfsánægja er mikil, starfsandi góður og starfsfólk telur sig vera í góðri aðstöðu til að þróast í starfi.

Verkefnisstjóri á ENIC/NARIC upplýsingaskrifstofu
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra hjá ENIC/NARIC upplýsingaskrifstofu Íslands. Skrifstofan sinnir akademísku mati á erlendu námi ásamt því að afgreiða umsóknir um leyfisbréf í lögbundnum iðngreinum. Auk þess veitir skrifstofan einstaklingum, háskólum og stofnunum upplýsingar um prófgráður og menntakerfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Mat á erlendum prófskírteinum og afgreiðsla mála
- Afgreiðsla umsókna um viðurkenningu á menntun og starfsreynslu iðnaðarmanna
- Miðlun upplýsinga til innlendra og erlendra stofnana, háskóla og einstaklinga um mat á erlendu námi
- Upplýsingagjöf til erlendra aðila um íslenska menntakerfið og íslensk próf
- Þátttaka í uppbyggingu á verkferlum fyrir matsskrifstofu og þróun á heimasíðu og umsóknarkerfi skrifstofunnar
- Þátttaka í samnorrænum vinnuhópum með samstarfsskrifstofum á Norðurlöndunum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistarapróf sem nýtist í starfi
- Þekking af háskólaumhverfi og erlendum menntakerfum er kostur
- Reynsla af alþjóðlegum samskiptum er kostur
- Góð kunnátta í íslensku og ensku, önnur tungumálaþekking er kostur
- Góð samskipta- og greiningahæfni, ásamt nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Advertisement published22. April 2025
Application deadline2. May 2025
Language skills

Required

Required
Location
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Sérfræðingur í Gæða- og Þjálfunarmálum
Airport Associates

Verkefnisstjóri doktorsnáms
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands

Verkefnastjóri samskipta
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Spennandi sumarstarf fyrir meistaranema
SSH

Producer
CCP Games

Bilateral and Sector Officer – FMO
Financial Mechanism Office (FMO)

Verkefnastjóri
Icelandair

Verkefnastjóri á hjúkrunardeild
Hrafnista

VERKEFNASTJÓRI
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Verkefnastjóri viðskiptakerfa
Advania

Ert þú skemmtilegur lögfræðingur?
Nova

Verkefnastjóri á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll
Ungmennafélagið Fjölnir