Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Verkefnastjóri samskipta

Ert þú að leita að fjölbreyttu og skemmtilegu starfi innan stjórnsýslunnar?

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið leitar að verkefnastjóra samskipta til sinna fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum á skrifstofu ráðuneytisstjóra.

Um er að ræða áhugaverð og krefjandi verkefni í lifandi starfsumhverfi þar sem áhersla er lögð á teymisvinnu, nýsköpun, stafræna þróun og árangursmælingar í nýju skipuriti ráðuneytisins.

Helstu verkefni og ábyrgð

Eðli starfs verkefnastjóra er að tryggja faglega ásýnd ráðuneytisins gagnvart almenningi, Alþingi og hagaðilum. Framkvæma hagsmunaðilagreiningar, efla samskiptastjórnun og tryggja tímanlega og ábyrga upplýsingamiðlun gagnvart umræðu og þróun málaflokka ráðuneytisins bæði á vettvangi ráðuneytisins og utan þess.

Verkefnastjóri ber ábyrgð á gerð samskiptastefnu og samskiptastjórnun í ráðuneytinu, styður stjórnendur og starfsfólk gagnvart samskiptum í kringum málaflokka og störf ráðuneytisins, yfirfer faglegt efni og skrifar greinagerðir og fréttir þegar við á. Verkefnastóri samskipta kemur að kynningarmálum og almannatengslum, vinnur náið með yfirstjórn og upplýsingafulltrúa með ráðgjöf og stuðningi. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi 
  • Góð stafræn hæfni og reynsla af notkun samfélagsmiðla
  • Reynsla af upplýsingamiðlun, þar með talið samskipti við fjölmiðla
  • Góð ritfærni 
  • Geta til að starfa vel í liðsheild og teymisvinnu
  • Mjög góðir samstarfs- og miðlunarhæfileikar
  • Mjög góð samskiptafærni
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku auk færni til að tjá sig í ræðu og riti 
  • Mikið frumkvæði og sjálfstæði í starfi er mikilvægt
  • Lausnamiðuð hugsun og geta til vinna undir álagi
Advertisement published22. April 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Borgartún 26
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags