

Verkefnastjóri Nýsköpunarseturs
Nýsköpunarsetur Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða verkefnastjóra í fjölbreytt og skemmtilegt frístundastarf með ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.
Nýsköpunarsetur Hafnarfjarðar er staðsett á jarðhæðinni í gamla Lækjarskóla, á Skólabraut 3. Markmið þess er að bjóða upp á jákvætt, skapand og félagslegt umhverfi sem býður upp á aðgengi íbúa Hafnarfjarðar að skapandi rými sem styður við skapandi hugsun og nýsköpun.
Markmið starfsins er að gefa ungmennum tækifæri til að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli og að skapa tækifæri til að efla sjálfstraust sitt og félagsfærni. Verkefnastjóri ber ábyrgð á að skipuleggja og móta fjölbreytta dagskrá í samstarfi við ungmenni sem tekur mið af áhugamálum þeirra hverju sinni.
Um er að ræða 75 -100% starf sem hefst í ágúst. Vinnutími er að hluta til á kvöldin á virkum dögum og dagvinna að hluta. Fjölbreyttur vinnutími í boði milli 13:00 – 22:00 eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Skipulagning á faglegu starfi
- Sinna forvörnum með því að vera jákvæð fyrirmynd, fræða, fjalla um og hafa jákvæð áhrif á ungmenni með hin ýmsu málefni sem tengjast þeirra daglega lífi
- Framkvæmd og skipulag starfsins í samvinnu við deildarstjóra, starfsmenn og ungmenni
- Stuðlar að góðu samstarfi og upplýsingaflæði milli ólíkra aðila
- Er leiðbeinandi og veitir starfsmönnum leiðsögn og/eða tilsögn um framkvæmd vinnunnar
- Vinnur að samstarfsverkefnum, situr í nefndum og starfshópum sem tengjast ungmennastarfi
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólapróf (B.A) á sviði uppeldis- og menntunarfræða, tómstundafræða eða annað háskólanám (B.A) sem nýtist í starfi
- Reynsla og áhugi af starfi með ungmenni
- Æskilegt er að viðkomandi hafi unnið í ungmennahúsi, frístundaheimili eða félagsmiðstöð
- Almenn tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Samskipta- og samstarfshæfni í mannlegum samskiptum
Skilyrði við ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl 2025.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Bryndís Steina Friðgeirsdóttir, forstöðumaður Nýsköpunarseturs, í gegnum tölvupóstinn [email protected].
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.











































