
Umhverfis- og skipulagssvið
Á Umhverfis og skipulagssviði er unnið að fjölbreyttum verkefnum sem eiga að auðga mannlífið í borginni.
Nánar má lesa um sviðið hér: https://reykjavik.is/umhverfis-og-skipulagssvid
Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs býr yfir einstakri fagþekkingu í þeim málaflokkum sem sviðið sinnir og gegnir lykilhlutverki í því að gera Reykjavík að enn betri borg. Leiðarljós sviðsins eru aukin lífsgæði í Reykjavík með framúrskarandi þjónustu og metnaði fyrir enn betri borg.

Verkefnastjóri hitakerfa
Umhverfis- og skipulagssvið leitar að drífandi einstaklingi í stöðu verkefnastjóra hitakerfa. Verkefnin krefjast mikillar þverfaglegrar samvinnu bæði innan fagsviða Reykjavíkurborgar sem og annarra hagsmunaaðila.
Verkefnastjóri hitakerfa starfar innan tækniþjónustunnar á skrifstofu Borgarlandsins og ber ábyrgð á framgangi verkefna, samráði við innri og ytri aðila, kostnaðareftirliti og eftirfylgni með framkvæmdum. Starfið felur í sér verkefnastýringu, rýni á tæknigögn, bilanagreiningu, samhæfingu við verktaka og innri aðila, auk umbótavinnu og þróunar á umferðastýrikerfum í borgarumhverfi.
Starfið er fjölbreytt og krefjandi í faglegu starfsumhverfi þar sem áhersla er á þverfaglega teymisvinnu og virðingu fyrir umhverfinu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ber faglega ábyrgð á rekstri, þróun og stýringu hitakerfa borgarinnar.
- Tryggir að búnaður, vinnubrögð og verklag séu í samræmi við nýjustu tækni og reglur.
- Stýrir verkefnum tengdum rekstri, viðhaldi og umbótum á hitakerfum og drykkjarfontum borgarinnar.
- Skipuleggur og fylgir eftir rekstrarverkefnum í samráði við hönnuði, verktaka og innri deildir.
- Tekur þátt í undirbúningi, úttektum og móttöku nýrra kerfa í rekstur.
- Skilgreinir verkefna- og viðhaldsáætlanir.
- Sinnir lágmarksviðhaldi og einfaldri bilanagreiningu á hitakerfum þegar þörf krefur.
- Teymistjórn, upplýsingagjöf og utanumhald með verkefnum og verklokum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfið t.d. Iðnfræðingur, tækni- eða verkfræðingur.
- Reynsla af tæknilegum verkefnum og rekstri/stýringu hitakerfa eða sambærilega kerfa.
- Góð þekking á stýritækni, orkunýtingu og viðhaldi kerfa.
- Hæfni í notkun teikningahugbúnaðar og lestri tækniteikninga.
- Almenn ökuréttindi.
- Reynsla af samhæfingu og stjórnun tæknilegra verkefna.
- Leiðtogahæfni, samskiptafærni og fagleg framkoma í samstarfi.
- Íslenskukunnátta C1 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma og enskukunnátta B2-C1.
- Líkamleg hæfni þar sem hluti starfsins krefst vettvangsvinnu við aðstæður sem geta verið erfiðar.
Advertisement published19. August 2025
Application deadline31. August 2025
Language skills

Required

Required
Location
Stórhöfði 9, 110 Reykjavík
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
ProfessionalismLeadershipHuman relationsDriver's licence
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Sérfræðingi í áhættustýringu
Íslandsbanki

Söluráðgjafi
Vinnvinn

Þjónustustjóri
Olíudreifing

Vilt þú taka beinan þátt í uppbyggingu vegakerfisins á Vesturlandi og Vestfjörðum?
Vegagerðin

Fjárfestingastjóri
Arctica Sjóðir

Viðskiptastjóri - Fyrirtækjamiðstöð
Íslandsbanki

Verkfræðingur eða tæknifræðingur á sviði burðarvirkja
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Viðskiptastjóri í hjálpartækjadeild
Stoð

Sérfræðingur í jarðtækni
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf
Kvika banki hf.

Viðskiptastjóri – Market Access
Vistor

Skipulagsfulltrúi
Faxaflóahafnir sf.