
Olíudreifing
Olíudreifing er þekkingar- og þjónustufyrirtæki á sviði orkumála. Hlutverk Olíudreifingar er að dreifa og halda utan um birgðir á fljótandi orkugjöfum. Félagið er nú þegar þátttakandi í orkuskiptum og er að undirbúa meðhöndlun rafeldsneytis. Rekið er þjónustuverkstæði sem sinnir viðhaldi á raf og vélbúnaði. Starfsmenn eru um 130 talsins á starfsstöðvum víðsvegar um landið.
Nánari upplýsingar um Olíudreifingu ehf. má nálgast á www.oliudreifing.is
Þjónustustjóri
Olíudreifing leitar að metnaðarfullum og árangursdrifnum aðila í starf yfirmanns þjónustudeildar félagsins. Viðkomandi mun bera ábyrgð á rekstri og stjórnun þjónustudeildar ásamt því að sinna spennandi verkefnum á því sviði.
Megin starfsemi deildarinnar felst í uppsetningu og viðhaldi á búnaði þjónustustöðva á öllu landinu auk annarra fjölbreyttra verkefna sem tengjast þjónustu við eldsneytismarkaðinn. Í deildinni starfa 45 iðnaðarmenn með fjölbreytta menntun og bakgrunn.
Starfið heyrir undir forstöðumann sölu- og þjónustusviðs.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rekstur og stjórnun þjónustudeildar.
- Áætlanagerð og kostnaðareftirlit.
- Samskipti við viðskiptavini.
- Uppgjör þjónustusamninga.
- Eftirfylgni í öryggismálum.
- Þróunarvinna og markaðssetning.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi eins og verkfræði, tæknifræði eða iðnfræði.
- Farsæl reynsla af þjónustu, rekstri og stjórnun, þ.m.t. verkefnastjórnun.
- Leiðtogahæfni og góðir samskiptaeiginleikar.
- Rík þjónustulund og metnaður til að ná árangri.
- Reynsla af störfum í vottuðu umhverfi, skv. öryggisstöðlum er kostur.
- Tækniþekking sem nýtist í starfi.
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
Advertisement published22. August 2025
Application deadline3. September 2025
Language skills

Required

Required
Location
Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Sérfræðingi í áhættustýringu
Íslandsbanki

Söluráðgjafi
Vinnvinn

Verslunar & vefverslunarstjóri í stærsta apóteki Lyfjavals
Lyfjaval

Verkefnastjóri hitakerfa
Umhverfis- og skipulagssvið

Vilt þú taka beinan þátt í uppbyggingu vegakerfisins á Vesturlandi og Vestfjörðum?
Vegagerðin

Fjárfestingastjóri
Arctica Sjóðir

Viðskiptastjóri - Fyrirtækjamiðstöð
Íslandsbanki

Verkfræðingur eða tæknifræðingur á sviði burðarvirkja
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Viðskiptastjóri í hjálpartækjadeild
Stoð

Service Business Process Lead / System Owner PLM
Marel

Sérfræðingur í jarðtækni
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf
Kvika banki hf.