

Viðskiptastjóri - Fyrirtækjamiðstöð
Fyrirtækjamiðstöð Íslandsbanka leitar að öflugum viðskiptastjóra.
Íslandsbanki er leiðandi á fyrirtækjamarkaði þar sem ánægja viðskiptavina og þeirra fjárhagslega heilsa er ávallt höfð að leiðarljósi. Fyrirtækjamiðstöðin þjónar litlum og meðalstórum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu og heyrir undir Viðskiptabankasvið sem er eitt af þremur tekjusviðum bankans.
Viðskiptavinir Fyrirtækjamiðstöðvar eru allt frá einyrkjum upp í stór fyrirtæki á íslenskan mælikvarða sem við veitum fjölbreytta fjármálaþjónustu.
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með góð tengsl við atvinnulífið sem getur axlað ábyrgð og tekist á við krefjandi verkefni í jákvæðum og skemmtilegum hópi.
Starfið er fjölbreytt og felur í sér gott tækifæri til að kynnast íslensku atvinnulífi. Íslandsbanki er jafnframt líflegur vinnustaður þar sem mikil áhersla er lögð á vöxt í starfi.
- Koma á, styrkja og skapa góð tengsl við núverandi og verðandi viðskiptavini
- Heildaryfirsýn yfir viðskiptasambönd og tryggja góða alhliða bankaþjónustu
- Greiningar þ.m.t. aðkoma að vinnslu lánamála
- Kynning og framsetning greiningarefnis
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Áhugi og þekking á íslensku atvinnulífi
- Góð tengsl á fyrirtækjamarkaði
- Metnaður til að ná árangri í starfi
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og kraftur
- Gott vald á notkun íslensku og ensku í mæltu og rituðu máli













