
VSÓ Ráðgjöf ehf.
VSÓ veitir alhliða verkfræðiráðgjöf með áherslu á trausta og faglega þjónustu og hagkvæmar lausnir. Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 90 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Verkfræðingur eða tæknifræðingur á sviði burðarvirkja
Vilt þú taka þátt í að skapa örugg og traust mannvirki? Við leitum að öflugum sérfræðingi, með sérþekkingu í burðarþolsfræðum, til starfa við hönnun og ráðgjöf á sviði burðarvirkja.
Um starfið
Sem sérfræðingur á fagsviði burðarvirkja munt þú vinna við:
- Burðarvirkjahönnun: Hönnun á burðarvirkjum mannvirkja úr fjölbreyttum efniviði bæði húsbygginga og samgöngumannvirkja ásamt almennri ráðgjöf og eftirfylgni á byggingartíma.
- Áætlanagerð: Gerð kostnaðaráætlana, hönnunar- og verkáætlana, o.fl. vegna burðarvirkja.
- Faglegt samstarf: Fagleg samskipti og teymisvinna með hönnuðum innan fagsviðs og með hönnuðum annarra fagsviða
- Gerð útboðsgagna: Gerð verklýsinga og annarra gagna fyrir útboð burðarvirkja.
- Önnur skýrslugerð: Ýmsar greiningar og gagnaúrvinnsla á fagsviði burðarvirkja.
Hæfniskröfur
Við leitum að einstaklingi með eftirfarandi eiginleika og færni:
- Menntun: Menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði, með sérþekkingu í burðarþolsfræðum.
- Reynsla: A.m.k. 3ja ára reynsla af sambærilegum störfum er kostur en ekki skilyrði
- Hugbúnaðarþekking: Góð þekking á Autodesk Revit er skilyrði.
- Samskiptahæfni: Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi, jákvæðni og góð samskiptafærni.
- Tungumálakunnátta: Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði töluðu og rituðu máli. Kunnátta í a.m.k. einu skandinavísku tungumáli er kostur.
Hvað bjóðum við
Við leggjum áherslu á að skapa jákvætt, sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi. Meðal þess sem við bjóðum er:
- Skemmtilegt og hvetjandi starfsumhverfi.
- Tækifæri til að vinna að mikilvægum og áhrifamiklum uppbyggingarverkefnum.
- Sveigjanleiki í vinnu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
- Líflegt félagsstarf.
Kynntu þér starfið nánar á www.vso.is/starfsumsokn/
Advertisement published21. August 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required
Location
Borgartún 20, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
TechnologistEngineer
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)

Sérfræðingi í áhættustýringu
Íslandsbanki

Þjónustustjóri
Olíudreifing

Verkefnastjóri hitakerfa
Umhverfis- og skipulagssvið

Vilt þú taka beinan þátt í uppbyggingu vegakerfisins á Vesturlandi og Vestfjörðum?
Vegagerðin

Fjárfestingastjóri
Arctica Sjóðir

Viðskiptastjóri - Fyrirtækjamiðstöð
Íslandsbanki

Viðskiptastjóri í hjálpartækjadeild
Stoð

Sérfræðingur í jarðtækni
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf
Kvika banki hf.

Viðskiptastjóri – Market Access
Vistor

Skipulagsfulltrúi
Faxaflóahafnir sf.

Sérfræðingur í byggingarupplýsingalíkönum (BIM)
Isavia / Keflavíkurflugvöllur