
Umhverfis- og skipulagssvið
Á Umhverfis og skipulagssviði er unnið að fjölbreyttum verkefnum sem eiga að auðga mannlífið í borginni.
Nánar má lesa um sviðið hér: https://reykjavik.is/umhverfis-og-skipulagssvid
Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs býr yfir einstakri fagþekkingu í þeim málaflokkum sem sviðið sinnir og gegnir lykilhlutverki í því að gera Reykjavík að enn betri borg. Leiðarljós sviðsins eru aukin lífsgæði í Reykjavík með framúrskarandi þjónustu og metnaði fyrir enn betri borg.

Verkefnastjóri skipulagsmála
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur auglýsir eftir verkefnastjórum til starfa á deild skipulagsmála á skrifstofu skipulags- og byggingarmála. Um er að ræða fjölbreytt starf í skapandi og faglegu starfsumhverfi þar sem teymisvinna, nýsköpun og framsækni er höfð að leiðarljósi. Á skrifstofunni starfar kraftmikið og hugmyndaríkt teymi með brennandi áhuga á margþættri skipulagsvinnu og borgarþróun. Verkefnin eru fjölbreytt og tengjast þróun byggðar í ólíkum mælikvörðum, frá hverfisskipulagi yfir í deiliskipulög á stórum sem smáum reitum. Verkefnin fjalla um skipulagsmál og samhengi þeirra við umhverfið, sögu, lýðheilsu, loftslagsmál, samgöngur og fleira.
Við leitum að einstaklingum með áhuga á margþættri skipulagsvinnu og borgarþróun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkefnisstjórn og teymisvinna í fjölbreyttum verkefnum sem varða skipulag byggðar, opinna svæða og borgarumhverfis.
- Greiningarvinna og undirbúningur skipulagsgerðar í borgarhverfum.
- Samskipti, upplýsingagjöf, ráðgjöf og samráð, við íbúa, skipulagsráðgjafa og aðra hagaðila.
- Ýmis tilfallandi verkefni tengd skipulags- og umhverfismálum borgarinnar sem falla undir verksvið skrifstofunnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í arkitektúr, landslagsarkitektúr eða skipulagsfræðum.
- Haldbær reynsla af skipulagsmálum, málsmeðferð skipulagsáætlana og hæfni til að miðla þekkingu.
- Rík þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu.
- Skipulögð, sjálfstæð og fagleg vinnubrögð, framtakssemi og frumkvæði.
- Reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
- Reynsla í opinberri stjórnsýslu og þekking á lagaumhverfi er kostur.
- Færni í notkun á algengum hugbúnaði og þekking á hönnunar-, umbrots-, og teikniforritum.
- Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
- Íslenskukunnátta C1-C2 skv. samevrópskum matsramma fyrir tungumálakunnáttu.
Advertisement published22. August 2025
Application deadline7. September 2025
Language skills

Required
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
ProfessionalismProactivePublic administrationPlanning
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (2)