Reykjanesbær
Reykjanesbær er fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta-, og menningarstarf. Íbúar sinna fjölbreyttum störfum í vistvænu fjölmenningarsamfélagi sem einkennist af framsækni, eldmóði og virðingu.
Reykjanesbær hefur að markmiði að hafa ávallt á að skipa hæfum og
ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að veita bæjarbúum sem allra besta þjónustu og sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu fyrir ólíkum
sjónarmiðum.
Umhverfis- og framkvæmdasvið - Deildarstjóri Umhverfismála
Reykjanesbær auglýsir eftir metnaðarfullum, lausnamiðuðum og skipulögðum einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfni til að gegna starfi deildarstjóra umhverfismála á Umhverfis- og framkvæmdasviði. Starfið er fjölbreytt og krefst frumkvæðis, ábyrgðar og sjálfstæðis í vinnubrögðum. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs.
Gildi Reykjanesbæjar – virðing, eldmóður og framsækni – skulu endurspeglast í störfum og framkomu viðkomandi.
Um er að ræða 100% starfshlutfall. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fjárhagsleg og fagleg ábyrgð á verkefnum Umhverfisdeildar í samstarfi við sviðsstjóra.
- Umsjón með gatnakerfi og opnum svæðum Reykjanesbæjar, rekstri þeirra og framkvæmdum.
- Yfirumsjón með samgöngum innan sveitarfélagsins.
- Þátttaka í hönnun og skipulagi verklegra framkvæmda.
- Eftirlit með verklegum framkvæmdum, allt frá undirbúningi til rýni eftir framkvæmdir.
- Skráning og utanumhald gagna í gagnagrunn.
- Áætlanagerð og eftirfylgni þeirra.
- Aðkoma að skipulagsmálum.
- Almenn störf á umhverfissviði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í verk- eða tæknifræði á byggingarsviði eða sambærileg menntun.
- Viðamikil reynsla af verklegum framkvæmdum.
- Æskileg reynsla af opinberri stjórnsýslu.
- Góð þekking á Microsoft Office, sérstaklega Word og Excel.
- Æskileg kunnátta í tækniforritum eins og AutoCad og MicroStation.
- Þekking á skjalavistunarkerfum er kostur.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum- og skipulagshæfni.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
Advertisement published6. December 2024
Application deadline30. December 2024
Language skills
English
ExpertRequired
Icelandic
ExpertRequired
Location
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Type of work
Skills
Tech-savvyProactivePositivityHuman relationsAmbitionPublic administrationIndependencePlanningTeam workProject management
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Verkefnastjóri á framkvæmdadeild
Vegagerðin
Design Transfer Engineer
Embla Medical | Össur
Ert þú ferlasérfræðingur?
Orkuveitan
Sérfræðingur í landupplýsingum óskast á Akureyri
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Framkvæmdastjóri Þjónustu & snjallra lausna
HS Veitur hf
Senior Software Engineer
CCP Games
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fjarðabyggð
Framleiðsluverkfræðingur | Manufacturing Engineer
Embla Medical | Össur
Verkefnastjóri fasteignaverðmata og úttekta
Arion banki
Data Engineer | Embla Medical
Embla Medical | Össur
Sérfræðingur á tækjabúnaðardeild
Vegagerðin
Sérfræðingur á sviði umhverfisgæða
Umhverfisstofnun