Design Transfer Engineer
Langar þig að innleiða nýjar vörur í framleiðslu hjá Össuri?
Össur leitar að metnaðarfullum einstaklingi til starfa sem Design Transfer Engineer í tímabundið starf til eins árs. Design Transfer teymið vinnur að því að innleiða vörur úr þróun yfir í framleiðslu og færa vörur milli framleiðslustaða eða birgja. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi og unnin í nánu samstarfi við önnur teymi, svo sem vöruþróun, gæðadeild, innkaupadeild og vörustjóra.
Við leitum að skipulögðum, drífandi og lausnamiðuðum einstaklingi sem hefur ástríðu fyrir verkefnum sem bæta lífsgæði og hreyfanleika fólks. Kostur er áhugi á að vinna með, greina og túlka teikningar (e. technical drawings) og framleiðslutækni.
-
Innleiða vörur úr þróun yfir í framleiðslu
-
Hanna framleiðsluferli
-
Styðja við þróun í þróunarferli nýrrar vöru
-
B.Sc í verk- eða tæknifræði
-
Brennandi áhugi á framleiðslu og umbótum ferla
-
Þekking á straumlínustjórnun (e. Lean) er kostur
-
Hæfni á sviði gagna- og kostnaðargreininga
-
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
-
Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
-
Metnaður og jákvæðni
-
Mjög góð enskukunnátta
-
Líkamsræktarstyrkur
-
Samgöngustyrkur
-
Líkamsræktaraðstaða, hjólageymsla og golfhermir
-
Mötuneyti með fjölbreyttu úrvali af mat
-
Frí heilsufars-mæling og ráðgjöf
-
Árlegur sjálfboðaliðadagur
- Sveigjanlegur vinnutími
- Starfsþróun
-
Öflugt félagslíf