Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun starfar öflugur hópur starfsfólks með fjölbreytta reynslu og þekkingu. Stofnunin hefur aðsetur á þremur stöðum, Reykjavík, Akureyri og á Sauðárkróki
Sérfræðingur í landupplýsingum óskast á Akureyri
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) óskar eftir sérfræðingi í landupplýsingum í teymi fasteignaskrár sem staðsett er á Akureyri. Hlutverk teymisins er að halda utan um skráningu og afmörkun fasteigna á Íslandi ásamt því að þjónusta önnur svið HMS í greiningu og vinnslu landupplýsinga. Starfstöð er á skrifstofu HMS á Akureyri.
Þú færð tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum ásamt því að leggja þitt af mörkum til samfélagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Afmörkun og skráning fasteigna og viðhald landeignaskrár
- Kortlagning landmerkja jarða
- Viðhald og þróun staðfangaskrár
- Landfræðileg greining í samvinnu við önnur svið HMS
- Kortagerð og landfræðileg miðlun upplýsinga
- Gæðaeftirlit gagna til að tryggja réttleika skráninga og landupplýsinga
- Þátttaka í viðhaldi og þróun skráningakerfa fasteignaskrár og miðlun upplýsinga
- Þjónusta við innri og ytri viðskiptavini
- Ýmis önnur verkefni sem til falla á sviðinu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í landfræði, náttúruvísindum, verkfræði, skipulagsfræði eða sambærilegu
- Reynsla af vinnslu og meðferð landupplýsinga er kostur
- Skipulagshæfni, vönduð vinnubrögð, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Lipurð í samskiptum og samstarfi, þjónustulund og jákvætt viðmót
- Réttindi sem merkjalýsandi er kostur
- Færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Advertisement published16. December 2024
Application deadline6. January 2025
Language skills
English
Very goodRequired
Icelandic
Very goodRequired
Location
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Verkefnastjóri á framkvæmdadeild
Vegagerðin
Design Transfer Engineer
Embla Medical | Össur
Ert þú ferlasérfræðingur?
Orkuveitan
Framkvæmdastjóri Þjónustu & snjallra lausna
HS Veitur hf
Senior Software Engineer
CCP Games
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fjarðabyggð
Framleiðsluverkfræðingur | Manufacturing Engineer
Embla Medical | Össur
Data Engineer | Embla Medical
Embla Medical | Össur
Sérfræðingur á tækjabúnaðardeild
Vegagerðin
Sérfræðingur á sviði umhverfisgæða
Umhverfisstofnun
Sérfræðingur í jarðvarma
Verkís
Sérfræðingur á sviði straum- og/eða vatnafræði
Verkís