Sérfræðingur á tækjabúnaðardeild
Starf sérfræðings á Tækjabúnaðardeild er laust til umsóknar. sérfræðingur hefur m.a. umsjón og eftirlit með verkefnum sem tengjast veglýsingarmálum í eigu Vegagerðarinnar og sér til þess að þau séu unnin í samræmi við áætlanir og öryggisstefnu Vegagerðarinnar.
Vegagerðin á og rekur mikið magn búnaðar og tækja í tengslum við samgöngur. Er það búnaður eins og umferðarljós, götulýsing, veðurstöðvar, myndavélar, LED upplýsingaskilti, teljarar, mengunarmælar, rafbúnaður og fjarskipti í jarðgöngum, vöktunarbúnaður ýmiskonar, vitar, öldudufl og radarsvarar svo fátt eitt sé nefnt. Auk þessa er í rekstri fjöldinn allur af kerfum til miðlunar gagna og upplýsinga.
Tækjabúnaðardeild er hluti Þjónustusviðs Vegagerðarinnar með aðsetur í Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Veglýsingin er á ábyrgð og í rekstri svæðisstöðva á hverjum stað, en Tækjabúnaðardeild sér um miðlæg kerfi, samræmingu krafna til búnaðar milli svæðisstöðva og annað vegna veglýsingarbúnaðarins og þróunar hans.
- Umsjón og rekstur stjórnbúnaðar fyrir veglýsingarkerfið á landsvísu
- Stefnumótun og ráðgjöf vegna framtíðaruppbyggingar kerfisins
- Utan um hald og skráning veglýsingabúnaðar í GIS hugbúnaðarkerfi Vegagerðarinnar og uppfærsla við breytingar
- Rýni hönnunargagna og ráðgjöf til hönnuða
- Samskipti og samráð við verktaka sem vinna við lýsingarkerfið
- Verkefnastjórnun
- Önnur tilfallandi störf á deildinni
- Verk-, tækni-, eða iðnfræðimenntun á rafmagnssviði, eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Starfsreynsla sem nýtist í starfi
- Góð íslensku- og enskukunnátta. Þekking á einu Norðurlandamáli æskileg
- Góð tölvukunnátta nauðsynleg
- Reynsla í GIS og/eða AutoCad teikniforritun æskileg
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
- Góð öryggisvitund