HS Veitur hf
HS Veitur eru framsækið þekkingar- og þjónustufyrirtæki í veitustarfsemi sem telst til mikilvægra innviða. Hjá HS Veitum starfa um 100 starfsmenn á fjórum starfstöðvum sem sinna margvíslegum störfum. Fyrirtækið þjónar mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins og eru íbúar á veitusvæði HS Veitna rúmlega 84 þúsund.
Í fyrirtækinu ríkir jákvæður starfsandi sem einkennist af sterkri liðsheild og virðingu í samskiptum.
Framkvæmdastjóri Þjónustu & snjallra lausna
HS Veitur leita að framsýnum og drífandi einstaklingi með áhuga á þjónustu, tækni og stöðugum umbótum til að leiða teymi starfsfólks sem sinnir þjónustu, innheimtu og snjallmælum fyrirtækisins.
Framkvæmdastjóri þjónustu hefur forystu um stefnumótun og þróun þjónustu á nýju sviði með það að markmiði að bæta þjónustu HS Veitna ennfrekar og skapa nýjar og snjallar lausnir til að uppfylla þarfir viðskiptavina.
Viðkomandi þarf að búa yfir framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni og kunnáttu til að leysa fjölbreytt og krefjandi verkefni. Áhugi á þjónustuupplifun og tækni er mikilvægur. Framkvæmdastjóri þjónustu heyrir beint undir forstjóra og situr í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun og stefnumótun þjónustusviðs.
- Þróa og endurnýja verkferla þvert á fyrirtækið með það að markmiði að efla og bæta þjónustu.
- Eftirfylgni snjallmælavæðingar og tæknilausna sem þeim tengjast.
- Úrlausn flóknari verkefna sem upp koma í þjónustu, innheimtu og mælum.
- Setja upp lykilmælikvarða og markmið.
- Mælingar á ánægju viðskiptavina.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði verkfræði, viðskiptafræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af stjórnun.
- Reynsla af þjónustustjórnun kostur.
- Góð tæknikunnátta kostur.
- Mjög góð tölvukunnátta.
- Öguð og skipulögð vinnubrögð byggð á metnaði og árangri.
- Framúrskarandi leiðtoga og samskiptahæfni.
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
Advertisement published23. December 2024
Application deadline17. January 2025
Language skills
Icelandic
ExpertRequired
English
Very goodRequired
Location
Brekkustígur 36, 260 Reykjanesbær
Type of work
Skills
Change managementImplementing proceduresLeadershipIndependencePlanningPersonnel administrationBusiness strategyProject managementCustomer service
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Senior Software Engineer
CCP Games
Framleiðsluverkfræðingur | Manufacturing Engineer
Embla Medical | Össur
Data Engineer | Embla Medical
Embla Medical | Össur
Sérfræðingur á tækjabúnaðardeild
Vegagerðin
Sérfræðingur á sviði umhverfisgæða
Umhverfisstofnun
Sérfræðingur í jarðvarma
Verkís
Sérfræðingur á sviði straum- og/eða vatnafræði
Verkís
Deildarstjóri reikningshalds og fjárreiðna
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Sérfræðingur fjármála / Finance controller
Sensa ehf.
Ráðgjafi í viðskiptalausnum
Wise ehf.
Starf á Fjármálasviði - Bókari
Cargow Thorship
Customer Experience Manager
Medis