Sérfræðingur í jarðvarma
Við erum að leita að sérfræðingi í jarðvarma í vélbúnaðarhóp Orku- og Iðnaðarsviðs. Starfið felur í sér hönnun og ráðgjöf ásamt verkefnastjórnun í verkefnum tengdum jarðvarmavirkjunum og hitaveitu fyrir orku-, veitu- og iðnfyrirtæki bæði innanlands og erlendis.
Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni á sviði jarðvarma, þ.m.t. í virkjunum, hitaveitu og einnig í iðnaði. Vélbúnaðarhópur Orku- og Iðnaðarsviðs vinnur að fjölbreyttum verkefnum tengdum jarðvarma í samstarfi við opinbera aðila og einkaaðila bæði innanlands og erlendis. Verksviðið er fjölbreytt og nær allt frá frumathugunum og valkostagreiningum að deilihönnun fyrir vinnu verktaka á verkstað. Við leitum að einstaklingi sem hefur reynslu af því að stýra verkefnum og getur hjálpað okkur að leysa verkefni á sviði jarðvarma til framtíðar. Starfið krefst þess að starfsmaður sé opinn fyrir fjölbreyttum áskorunum og geti unnið vel með aðilum bæði innan fyrirtækisins og utan þess. Við leitum að einstaklingi sem er góður liðsmaður og á auðvelt með að vinna í teymisvinnu.
- Vélaverkfræðingur eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af stjórnun verkefna er kostur
- Reynsla af vinnu í verkefnum tengdum jarðvarmavirkjunum og hitaveitu er æskileg
- Haldbær þekking á varma-, varmaflutnings- og straumfræði er æskileg.
- Mjög góð færni í íslensku í tali og rituðu máli