Cargow Thorship
Cargow ThorShip er alhliða þjónustufyrirtæki í fraktflutningum með vikulegar siglingar á milli Íslands og meginlands Evrópu.
Starfsmenn ThorShip hafa í krafti reynslu sinnar þróað traust samstarf við öfluga þjónustuaðila í fraktflutningum á heimsvísu. Með vikulegum áætlunarsiglingum, lágmarks yfirbyggingu og þjónusta þeirra bestu við okkur er þar sem viðskiptavinir okkar finna muninn: Við erum einfaldlega snjallari!
Auk flutningsmiðlunar önnumst við umboðsþjónustu, skipamiðlun og hvers konar ráðgjöf á sviði alþjóðaflutninga. Þá tökum við að okkur alla skjalagerð og umsýslu fyrir viðskiptavini okkar, stóra sem smáa.
Starf á Fjármálasviði - Bókari
Cargow ThorShip leitar að talnaglöggum og skipulögðum einstaklingi með reynslu af bókhaldsvinnu til að sinna fjölbreyttum verkefnum á fjármálasviði fyrirtækisins.
Leitað er að samviskusömum og drífandi einstaklingi sem hefur metnað fyrir að ná árangri í starfi og vinna með hópi öflugs samstarfsfólks. Viðkomandi þarf að búa bæði yfir þeim aga og frumkvæði sem þarf að til að geta unnið hvort sem er sjálfstætt eða í teymi með öðrum.
Við bjóðum uppá góð tækifæri til að vaxa í starfi hjá traustu fyrirtæki með traustan fjárhag og góðan rekstur.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Færsla bókhalds
- Afstemmingar
- Virðisaukaskattskil
- Dagleg samskipti við innlenda og erlenda viðskiptavini og lánadrottna
- Önnur áhugaverð og krefjandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf í viðskiptafræði, viðurkenndur bókari eða önnur haldgóð menntun og reynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla af bókhaldsstörfum
- Nákvæm og vönduð vinnubrögð
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð færni í samskiptum og heiðarleiki
- Góð íslensku og ensku kunnátta
- Reynsla og þekking á Business Central (áður Dynamics NAV) er kostur
- Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
- Samkeppnishæf laun
- Tækifæri til að vaxa í starfi
- Öflugt starfsmannafélag
Advertisement published20. December 2024
Application deadline6. January 2025
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
English
IntermediateRequired
Location
Selhella 11, 221 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
Quick learnerPositivityHuman relationsEmail communicationIndependenceCustomer service
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)
Starfsmaður Dýraverndarsambands Íslands
Dýraverndarsamband Íslands
Bókari 50%
Vélar og skip ehf.
Technical Writer
LS Retail
Þjónustufulltrúi inn- og útflutnings
Frakt
Þjónustufulltrúi hjá heilsufyrirtæki
Lifðu til fulls heilsumarkþjálfun
Luxury Travel Destination Expert
Ferðaþjónusta
Framkvæmdastjóri Þjónustu & snjallra lausna
HS Veitur hf
Starfsmaður í Innflutning og Pantanir
Rafkaup
Skjalastjórnun og aðstoð í verkefnum
Verkís
Deildarstjóri reikningshalds og fjárreiðna
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Sérfræðingur í upplýsingatækni
Cargow Thorship
Sérfræðingur fjármála / Finance controller
Sensa ehf.