Production Planner
Langar þig að vera hluti af öflugu og spennandi teymi innan stoðtækjaframleiðslu Össurar? Elskar þú að forgangsraða og vinna með öðru fólki?
Össur leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi til að starfa sem Production Planner í sílíkon framleiðsludeild á Íslandi sem hefur ástríðu fyrir verkefnum sem bæta lífsgæði og hreyfanleika fólks. Production Planner ber ábyrgð á að vörur komist í sendingu til vöruhúsa á tilsettum tíma og vinnur náið með verkstjórum, innkaupadeild, vöruhúsum og fleiri stoðdeildum.
Þessi aðili þarf að búa yfir umbótahugsjón, drifkrafti og vera sveigjanlegur til verka. Framleiðsluumhverfið er ört vaxandi og við erum sífellt í leit tækifæra til að gera hlutina á skilvirkari og árangursríkari hátt. Eins þarf viðkomandi að vera opinn fyrir því að þjálfa annað starfsfólk til daglegra verka í samræmi við hvað fær forgang við framleiðslu.
-
Hefur umsjón með skipulagi framleiðslu til að styðja við framleiðslumarkmið
-
Skrásetur hvenær vörum getur verið skilað frá framleiðslu
-
Skipuleggur og forgangsraðar pöntunum til að tryggja lágmarks biðtíma
-
Hefur umsjón með talningum á hráefnum
-
Heldur utan um birgðarstöðu hráefna í samráði við vöruhús og innkaupafulltrúa
-
Vinnur við stöðugar umbætur á skipulagi framleiðslu
-
Menntun sem nýtist í starfi
-
Brennandi áhugi á framleiðslu og umbótum ferla
-
Þekking á Navision, færni á tölvur og gagnavinnsla er kostur
-
Þekking á straumlínustjórnun (e. Lean Manufacturing) er kostur
-
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
-
Jákvæðni, lipurð í samskiptum og góð hæfni til að vinna í teymi
-
Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
-
Líkamsræktarstyrkur
-
Samgöngustyrkur
-
Líkamsræktaraðstaða, hjólageymsla og golfhermir
-
Mötuneyti með fjölbreyttu úrvali af mat
-
Frí heilsufars-mæling og ráðgjöf
-
Árlegur sjálfboðaliðadagur
- Sveigjanlegur vinnutími
- Starfsþróun
-
Öflugt félagslíf