Reykjanesbær
Reykjanesbær er fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta-, og menningarstarf. Íbúar sinna fjölbreyttum störfum í vistvænu fjölmenningarsamfélagi sem einkennist af framsækni, eldmóði og virðingu.
Reykjanesbær hefur að markmiði að hafa ávallt á að skipa hæfum og
ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að veita bæjarbúum sem allra besta þjónustu og sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu fyrir ólíkum
sjónarmiðum.
Umhverfis- og framkvæmdasvið - Forstöðumaður fráveitu
Reykjanesbær leitar að metnaðarfullum, lausnamiðuðum og skipulögðum einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfni til að gegna starfi forstöðumanns Fráveitu hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði. Starfið er fjölbreytt, krefjandi og kallar á sjálfstæði, frumkvæði og ábyrgð í vinnubrögðum. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs.
Gildi Reykjanesbæjar – virðing, eldmóður og framsækni – skulu endurspeglast í starfi og framkomu viðkomandi.
Um er að ræða 100% starfshlutfall. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun, eftirlit og umsjón með daglegum rekstri fráveitu Reykjanesbæjar.
- Þróun framtíðarsýnar fyrir fráveituna.
- Gerð áætlana og forgangsröðun verkefna.
- Samskipti við opinbera aðila, hönnuði og verktaka.
- Önnur verkefni sem falla undir starfssviðið.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í verkfræði, tæknifræði eða sambærilegri grein.
- Frumkvæði og hæfni til umbótastarfs.
- Sjálfstæð og metnaðarfull vinnubrögð.
- Reynsla af fráveitumálum er kostur.
- Sterk samskipta- og samstarfshæfni.
- Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
Advertisement published6. December 2024
Application deadline30. December 2024
Language skills
Icelandic
ExpertRequired
English
ExpertRequired
Location
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Type of work
Skills
Tech-savvyProactivePositivityHuman relationsAmbitionPublic administrationIndependencePlanningTeam workProject management
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Design Transfer Engineer
Embla Medical | Össur
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fjarðabyggð
Framleiðsluverkfræðingur | Manufacturing Engineer
Embla Medical | Össur
Verkefnastjóri fasteignaverðmata og úttekta
Arion banki
Sérfræðingur á tækjabúnaðardeild
Vegagerðin
Byggingahönnuðir á Vesturlandi
Verkís
Framkvæmdaeftirlit á Reykjanesi
Verkís
Byggingahönnuður á Suðurlandi
Verkís
Sérfræðingur í raforkukerfum
Verkís
Viltu ganga til liðs við hleðsluteymi ON?
Orka náttúrunnar
Netsérfræðingur
Neyðarlínan
Sérfræðingur með BIM þekkingu
VSÓ Ráðgjöf ehf.