

Sumarstörf í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar
Við óskum eftir glöðum og jákvæðum starfsmönnum í sumarafleysingar í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar.
Ráðningartíminn getur verið misjafn og að jafnaði frá miðjum maí fram í miðjan ágúst. Leikskólar Hafnarfjarðabæjar verða lokaðir frá 14. júlí til og með 4. ágúst.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Vinnur að uppeldi og menntun barna á leikskóla
- Tekur þátt í leikskóla- og frístundastarfi innan leikskólans og öðrum þeim störfum sem fram fara innan skóladagsins.
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Reynsla af leikskólastarfi eða öðrum störfum með börnum kostur
- Áhugi á faglegu starfi með börnum
- Góð samstarfs- og samskiptahæfni
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð íslenskukunnátta
Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð og sé 18 ára eða eldri.
Nánari upplýsingar um störfin veita leikskólastjórar á hverjum leikskóla.
Umsóknarfrestur er til og með 12. mars 2025.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Fáist faglærður kennari til starfa, nýtur hann forgangs í starfið á grundvelli laga nr. 95/2019. Við hvetjum kennara til að sækja um. Leyfisbréf kennara fylgi umsókn.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.



































