Límtré Vírnet ehf
Límtré Vírnet er íslenskt iðnfyrirtæki og starfsstöðvar þess byggja á áratuga löngum framleiðsluferlum. Starfsfólk okkar er einnig með áratuga starfsreynslu við framleiðslu og sölu á gæðavörum fyrir byggingariðnaðinn á Íslandi.
Starfsstöðvar okkar eru á þremur stöðum á landinu. Höfuðstöðvar okkar eru á Lynghálsi, þar sem innkaupadeild, fjármálastjóri og byggingadeild er starfrækt ásamt afgreiðslu á helstu lagervörum fyrirtækisins. Í Borgarnesi er framleitt valsað stál og ál til klæðninga utanhúss og innanhúss, ásamt framleiðslu á milliveggjastoðum úr stáli.
Í Borgarnesi eru einnig reknar blikksmiðja og járnsmiðja.
Á Flúðum er svo framleiðsla á límtré og steinullareiningum.
Söludeildir fyrirtækisins er starfræktar á Lynghálsi 2 í Reykjavík og á Borgarbraut 74 í Borgarnesi.
Sölumaður á byggingadeild
Það er nóg að gera hjá okkur og því auglýsir Límtré Vírnet eftir öflugum sölumanni til starfa á byggingadeild fyrirtækisins að Lynghálsi 2 í Reykjavik.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka og vinnsla fyrirspurna um tilboð í byggingar, einingar og límtré
- Verðáætlanagerð og tilboð til viðskiptavina
- Samningagerð
- Undirbúa gögn fyrir hönnun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmenntun, iðnfræðingur, byggingafræðingur, tæknifræðingur, verkfæðingur eða sambærileg menntun er kostur
- Þekking á teikni- og hönnunarforritum
- Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
- Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi
- Frumkvæði og faglegur metnaður
- Hæfni í mannlegum samskipum
Advertisement published13. December 2024
Application deadline12. January 2025
Language skills
Icelandic
ExpertRequired
Location
Lyngháls 2, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
TinsmithingBuilding skillsIndustrial technicianMaster craftsmanCarpenterTechnologistEngineer
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Verkefnastjóri á framkvæmdadeild
Vegagerðin
Design Transfer Engineer
Embla Medical | Össur
Ert þú ferlasérfræðingur?
Orkuveitan
Sérfræðingur í landupplýsingum óskast á Akureyri
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Framkvæmdastjóri Þjónustu & snjallra lausna
HS Veitur hf
Senior Software Engineer
CCP Games
Rafvirki/tæknimaður
Rými
Öflugur uppsetningarmaður
Rými
Framleiðsluverkfræðingur | Manufacturing Engineer
Embla Medical | Össur
Data Engineer | Embla Medical
Embla Medical | Össur
Sumarstarfsmaður - Verkf/tæknifr. nemar
JT Verk ehf
Sérfræðingur á tækjabúnaðardeild
Vegagerðin