Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu.
Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi, Geðheilsumiðstöð barna, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Geðheilsuteymi HH suður, Geðheilsuteymi Taugaþroskaraskanna, Geðheilsuteymi fangelsa, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Samhæfingastöð krabbameinsskimanna, Upplýsingamiðstöð, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu.
Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín.
Starfsfólk heilsugæslunnar vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu og víðtæku þverfaglegu samstarfi.
Sálfræðingur fullorðinna - Heilsugæslan Hamraborg
Við leitum að metnaðarfullum sálfræðingi sem hefur áhuga á að taka þátt í framþróun í geðheilsumálum innan heilsugæslu og vill stuðla að heilbrigði líðan einstaklinga.
Heilsugæslan Hamraborg óskar eftir að ráða sálfræðing fullorðinna í 100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar nk. eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Á stöðinni ríkir góð samvinna fagstétta og starfsandinn frábær. Jafnframt er stutt í helstu stofnbrautir og góðar samgöngur í kring.
Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sálfræðiþjónusta fyrir einstaklinga 18 ára og eldri
- Greining og mat á geðrænum vanda fullorðinna
- Einstaklingsmiðuð gagnreynd meðferðarvinna og sálrænn stuðningur
- Hópmeðferð
- Námskeiðahald, ráðgjöf og fræðsla
- Samstarf og samráð við aðrar stofnanir í heilbrigðis- og félagsþjónustu
- Þátttaka í þróun geð- og sálfræðiþjónustu í heilsugæslu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfi frá landlækni til að starfa sem sálfræðingur er skilyrði
- 3 ára starfsreynsla af klínísku starfi er æskileg
- Þekking og reynsla af gagnreyndum sálfræðiaðferðum
- Faglegur metnaður og áhugi á uppbyggingu sálfræðiþjónustu í heilsugæslu
- Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun í starfi
- Reynsla og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu
- Góð samskiptahæfni, lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- Góð enskukunnátta æskileg
Advertisement published19. November 2024
Application deadline29. November 2024
Language skills
Icelandic
ExpertRequired
Location
Hamraborg 8, 200 Kópavogur
Type of work
Skills
ProactivePositivityHuman relationsAmbitionIndependencePlanningTeam work
Professions
Job Tags
Other jobs (8)
Hjúkrunarfræðingur - Heilusgæslan Efstaleiti
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Hjúkrunarfræðingur - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Hjúkrunarfræðingur - Heilsuvernd grunnskólabarna
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Sjúkraliði - Heilsugæslan Glæsibæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Sérfræðingur í geðlækningum
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Sólvangi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Sjúkraliði - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Fjörður
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Similar jobs (11)
Deildarstjóri á gæðatrygginga-og gæðaeftirlitsdeild
Coripharma ehf.
Stærsta áskorun lífsins - sálfræðingur
Krabbameinsfélag Íslands
Fagleg handleiðsla og starfsmannastuðningur
Landspítali
Sálfræðingur
Sveitarfélagið Skagafjörður
Sérfræðingur í gæðarannsóknardeild
Coripharma ehf.
Sóltún - Hjúkrunarfræðingur
Sóltún hjúkrunarheimili
Sóltún - Sjúkraliði, verkefnastjóri
Sóltún hjúkrunarheimili
Tímabundið starf á erfða- og sameindalæknisfræðideild
Landspítali
Læknir/ sérfræðilæknir - Eir endurhæfing
Eir hjúkrunarheimili
Starf á rannsóknarstofu
Arctic Therapeutics ehf.
Umönnun
Sóltún hjúkrunarheimili