Hjúkrunarfræðingur - Heilsuvernd grunnskólabarna
Við leitum að drífandi og jákvæðum hjúkrunarfræðingum sem hafa áhuga á að efla heilbrigði skólabarna og stuðla að vellíðan þeirra.
Heilsubrú óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í heilsuvernd grunnskólabarna. Um er að ræða 30 -100% starfshlutfall og er þetta tilraunarverkefni til eins árs, frá og með 1. janúar 2025.
Heilsuvernd grunnskólabarna leggur áherslu á forvarnir eins og bólusetningar, skimanir ásamt fræðslu og einstaklingsviðtölum. Hjúkrunarfræðingar eru jafnframt í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð nemenda að leiðarljósi.
Heilsubrú er eining innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) sem hefur það markmið að efla og samræma þverfaglega þjónustu innan HH. Þar er boðið upp á margskonar fræðslu og ráðgjöf til að mæta ýmsum heilsuvanda en einnig til almennrar heilsueflingar. Einnig eru vistuð þar verkefni eins og heilsuvernd í framhaldsskólum.
Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)
- Skimanir grunnskólabarna
- Bólusetningar
- Viðtöl um heilsu og líðan
- Fræðsla og heilsuefling
- Einstaklingsráðgjöf
- Ráðgjöf til fjölskyldna barna
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Starfsreynsla við hjúkrun skilyrði
- Reynsla af vinnu með börnum og ungmennum æskileg
- Reynsla og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð samskiptahæfni og sveigjanleiki
- Sjálfstæði í starfi, skipulagningarhæfni og öguð vinnubrögð
- Jákvætt viðhorf
- Mjög góð íslenskukunnátta
- Góð enskukunnátta
- Góð almenn tölvukunnátta