Sveitarfélagið Skagafjörður
Sveitarfélagið Skagafjörður er stærsta sveitarfélagið á Norðurlandi vestra. Í sveitarfélaginu er fjölbreytt atvinnulíf, afþreying og þjónusta.
Sálfræðingur
Skagafjörður auglýsir eftir sálfræðingi til starfa hjá fjölskyldusviði sveitarfélagsins. Starfið er á sviði skóla, félags- og barnaverndarþjónustu. Um er að ræða 100% stöðu, upphaf starfs er samkomulagsatriði. Sálfræðingur vinnur í þverfaglegu samstarfi við starfsfólk skóla, sérfræðinga fjölskyldusviðs sem og aðra sérfræðinga. Sálfræðingur heyrir undir Leiðtoga farsældar, fræðslu og ráðgjafar og er með starfsstöð í ráðhúsi á Sauðárkróki.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf til foreldra barna og starfsfólks leik- og grunnskóla.
- Sálfræðilegar athuganir, viðtöl og greiningar á börnum, ráðgjöf og eftirfylgd mála.
- Þverfaglegt samstarf við sérfræðinga innan og utan fjölskyldusviðs.
- Fræðsla fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk skóla.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi.
- Þekking og reynsla af vinnu með börnum.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og mikil reynsla af teymisvinnu.
- Frumkvæði, sjálfstæði, fagmennska, skipulagshæfni og nákvæmni.
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
- Almenn ökuréttindi.
- Hreint sakavottorð.
Advertisement published14. November 2024
Application deadline2. December 2024
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
Location
Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkrókur
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags