
Leikskólinn Suðurborg
Leikskólinn Suðurborg er til húsa að Suðurhólum 19 í Reykjavík. Leikskólinn starfar í tveimur byggingum og rúmar önnur þeirra eina deild en hin 6 deildir auk sameiginlegra rýma. Leikskólinn tók formlega til starfa janúar 1979 og var þá þriggja deilda dagheimili með rými fyrir 72 börn. Leikskólinn hefur stækkað ört og er nú 6 deilda með rými fyrir 106 börn á aldrinum eins til sex ára. Boðið er upp á breytilegan dvalartíma þ.e. frá 4 og upp í 9 tíma vistun. Leikskólinn er opinn 7:30 til 16.30. Markmið leikskólans er að efla sjálfstæði hvers barns og skila því öruggu út í framtíðina. Þetta gerum við með því að vinna markvisst eftir tveimur kenningum sem eru í senn ólíkar en jafn mikilvægar í leik og starfi með börnum.

Leikskólinn Suðurborg - Sérkennslustjóri
Laus er til umsóknar staða sérkennslustjóra í leikskólanum Suðurborg. Um er að ræða ótímabundið starf en í leikskólanum eru tvær stöður sérkennslustjóra en sú staða sem hér er auglýst heldur utan um íhlutun einhverfra barna.
Suðurborg er sérhæfður leikskóli í atferlisíhlutun einhverfra barna og starfar þar teymi þroskaþjálfa og leikskólasérkennara sem að sérkennslustjórinn hefur yfirumsjón yfir.
Suðurborg er 6 deilda leikskóli þar sem að 106 börn dvelja að jafnaði. Í leikskólanum er lögð áhersla á stuðning við jákvæða hegðun, sterka félagsfærni og að efla mál og læsi.
Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra.
- Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga og aðalnámskrá leikskóla.
- Faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum og veitir ráðgjöf til annarra starfsmanna.
- Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem þess þurfa.
- Veita foreldrum/forráðamönnum barna, stuðning, fræðslu og ráðgjöf.
- Vera faglegur tengiliður við aðila utan leikskólans sem tengjast sérkennslu.
- Þátttaka í stefnumörkun skólans ásamt stjórnunarteymi og öðru samstarfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólasérkennara menntun, þroskaþjálfa menntun, sálfræðimenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af sérkennslu æskileg.
- Þekking á atferlisíhlutun kostur.
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði, áhugi, jákvæðni og metnaður í starfi.
- Reynsla, áhugi og hæfni í starfi með börnum.
- Færni til að tjá sig í ræðu o ng riti.
- Góð íslenskukunnátta nauðsynleg.
Fríðindi í starfi
- Heilsuræktarstyrkur
- 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf
- Sundkort
- Menningarkort – bókasafnskort
- Samgöngustyrkur
Advertisement published20. March 2025
Application deadline3. April 2025
Language skills

Required
Location
Suðurhólar 19, 111 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactivePositivityAmbitionIndependencePlanning
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Umsjónarkennari óskast vegna forfalla
Helgafellsskóli

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Ungbarnaleikskólinn Ársól

Urriðaholtsskóli óskar eftir tónmenntakennara
Urriðaholtsskóli

Sérfræðingur í stoðþjónustu í Sandgerðisskóla
Suðurnesjabær

Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir sérkennslustjóra
Leikskólinn Krílakot

Sumarstarf í leikskólanum Sólhvörfum
Sumarstörf - Kópavogsbær

Kennarar í Sandgerðisskóla skólaárið 2025-2026
Suðurnesjabær

Kennarar í Gerðaskóla skólaárið 2025-2026
Suðurnesjabær

Ertu atferlisfræðingur/þroskaþjálfi í leit að nýrri áskorun?
Efstihjalli

Sérgreinakennari í málefnum barna með fjölbreyttan bakgrunn
Efstihjalli

Leikskólakennarastaða á Leikskólanum Lækjarbrekku Hólmavík
Sveitarfélagið Strandabyggð

Stöður leikskólakennara í Árbæ á Selfossi fyrir haustið 2025
Hjallastefnan