Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Kerfisstjóri á upplýsingatæknideild

Hjá Vegagerðinni eru framundan spennandi tímar og okkur vantar öflugan kerfisstjóra í fjölbreytt og áhugavert starf til að bætast við teymið okkar í Garðabæ.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felst í kerfisstýringu ásamt fjölbreyttum verkefnum tengdum rekstri upplýsingakerfa Vegagerðarinnar svo sem: 

  • Rekstur á netþjónum, sýndarumhverfum og staðar- og víðnetum 
  • Uppsetning og rekstur á skýjaþjónustum 
  • Þátttaka í umbótarverkefnum og teymisvinnu innan upplýsingatæknideildar 
  • Samskipti við þjónustuaðila 
  • Skjölun
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Víðtæk reynsla af kerfisrekstri 
  • Kerfisfræðingur, tæknilegar vottanir og/eða önnur menntun sem nýtist í starfi 
  • Góð þekking á rekstri sýndarumhverfa  
  • Góð þekking á Linux  
  • Þekking á Microsoft skýjalausnum og rekstri þeirra er mikill kostur 
  • Reynsla af rekstri netþjóna í skýjaþjónustum er kostur 
  • Þekking á Windows Server rekstri og gagnagrunnum er kostur 
  • Skipulögð og öguð vinnubrögð og góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar 
  • Metnaður og frumkvæði í starfi 
  • Góð íslensku- og enskukunnátta 
Advertisement published15. January 2025
Application deadline3. February 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
Type of work
Professions
Job Tags