

Húsasmíðameistari – Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið óskar eftir að ráða starfsmann í starf húsasmiðameistara í þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar. Þjónustumiðstöðin sér um umhirðu á bæjarlandinu og um margvíslega þjónustu og framkvæmdir fyrir bæinn, stofnanir og íbúa. Á umhverfis- og skipulagssviði eru um 50 stöðugildi. Um er að ræða 100% starf.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Almennur rekstur á trésmíðaverksæði hvað varðar að öll tæki séu í lagi og öryggismál höfð í öndvegi
- Umsjón, eftirlit, viðhald og viðgerðir á timburverki á opnum svæðum svo sem girðingum, útibekkjum, göngubrúm, tröppum, pöllum, leiktækjum o.fl.
- Ýmis nýsmíði á opnum svæðum, á opnum leikvöllum, á stofnanalóðum og við fasteignir og stofnanir bæjarins
- Kemur að viðhaldi á húsnæði Húsnæðisskrifstofu í samvinnu við starfsmenn hennar
- Ýmis ráðgjöf varðandi viðhalds- og nýsmíði bæði á bæjarlandi og við framkvæmdir við stofnanir
- Framkvæmir úttektir og skoðanir á fasteignum bæjarins með tilliti til viðhalds og framkvæmda s.s. vegna leka og raka í húsnæði
- Gerir verðkannanir og leitar eftir tilboðum í efni frá birgjum vegna ýmissa verkefna á vegum bæjarins
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Meistarabréf í húsasmíði
- Almenn og góð reynsla af trésmíðavinnu eða reynsla sem nýtist í starfi
- Almenn, góð tölvukunnátta
- Samstarfs- og samskiptahæfni
- Þjónustulund og jákvæðni
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
- Íslenskukunnátta er skilyrði
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar um störfin veita Björn Bögeskov Hilmarsson forstöðumaður þjónustumiðstöðvar í síma 585-5670 eða/og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri í síma 585-5670 eða í gegnum tölvupóst: [email protected]
Umsóknarfrestur er til og með 18.maí n.k.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.










































