

Bifvélavirki
Viltu starfa á einu af verkstæðum BL?
Við hjá BL leitum að metnaðarfullum og þjónustuliprum bifvélavirkjum til að ganga til liðs við öflugt teymi okkar. BL rekur fjögur verkstæði; Hyundai í Kauptúni, Land Rover á Hesthálsi, á Sævarhöfða og í Askalind Kópavogi (Stimpill) – og er því hægt að sækja um starf á því verkstæði sem hentar þér best.
Á öllum verkstæðum okkar er boðið upp á bjarta, glæsilega og vel búna vinnuaðstöðu þar sem lögð er áhersla á vandaða þjónustu, öfluga samvinnu og jákvæð samskipti. Við leggjum ríka áherslu á símenntun og að starfsfólk okkar haldi í við hraðar tæknibreytingar í greininni, með aðgangi að nýjustu tækni og búnaði samkvæmt stöðlum framleiðenda.
Við viljum fá til liðs við okkur einstaklinga sem hafa áhuga á að skara fram úr í faginu og vilja taka þátt í því að skapa hvetjandi og skemmtilegt starfsumhverfi.
Ef þetta hljómar eins og eitthvað fyrir þig, þá hvetjum við þig til að sækja um með því að senda inn umsókn hér!
- Sveinspróf í bifvélavirkjun
- Góð íslensku- eða enskukunnátta
- Sjálfstæð, skipulögð og fagleg vinnubrögð
- Gott tölvulæsi
- Sjálfstæð, skipulögð og fagleg vinnubrögð
- Góð þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
- Afsláttur af nýjum bílum
- Afsláttarkjör af aukahlutum, varahlutum, þjónustu ofl.
- Íþróttastyrkur
- Mötuneyti með heitum mat
- Afsláttur hjá systurfélögum BL;
- Hleðslu og hleðslustöðvum Ísorku
- Leiga á bílum hjá Hertz
- Viðgerðir og bilanagreining













