
Girðir, Verktakar ehf
Girðir byggir á gömlum grunni og hefur meira en 30 ára reynslu við uppsetningu girðinga og fleira. Áherslur í rekstrinum hafa þróast frá landbúnaðargirðingum yfir í sólpalla og skjólgirðingar og þaðan í öryggisgirðingar þar er meginþorri verkefna er í dag.
Vilt þú vera sérfræðingur í uppsetningu öryggisgirðinga?
Við leitum að einstaklingum sem geta bæði unnið sjálfstætt og í litlum hópum, hafa metnað til að vaxa í starfi og skila vel unnum verkum. Einstaklingi sem hefur verkvit og reynslu að vinna með höndunum. Einstaklingi sem getur stjórnað á verkstað og borið ábyrgð á að verkið sé unnið á sem hagkvæmastan hátt og haldið uppi gæðakröfum.
Áratuga reynsla og kunnátta er til staðar í fyrirtækinu en vantar áhugasama og metnaðarfulla einstaklinga til að halda áfram að dafna.
Margskonar bakgrunnur nýtist í starfi og reynsla af járnsmíði, húsasmíði, rafvirkjun og fleira að því líku getur nýst í starfi. Þannig að ef þú vilt breyta til og vinna við fjölbreytt og oft krefjandi verkefni hjá fyrirtæki sem vill sífellt bæta sig þá ekki hika við að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppsetning á öryggisgirðingum og hliðum
- Uppsetning á skjólveggjum, pöllum og öðru sem tengist afmörkun lóða fyrir einstaklinga og fyrirtæki
- Niðursetning á Jarðvegsskrúfum og allt sem tengist því
- Að taka þátt í sameiginlegri ábyrgð við að tryggja að öryggismál og gæði séu fremst í flokki á vinnustað
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslensku kunnátta
- Bílpróf
- Hæfileiki til að vinna samviskusamlega og sjálfstætt
Fríðindi í starfi
- Möguleiki á að vinna sig upp
- Samkeppnishæf laun í boði
- Hádegismatur
Advertisement published8. May 2025
Application deadline31. May 2025
Language skills

Required
Location
Bugðufljót 11, 270 Mosfellsbær
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Umsjónarmaður fasteigna
Hólabrekkuskóli

Bifvélavirki
BL ehf.

Starfsmann vantar í plötuvinnslu
Geislatækni

Meindýraeyðir óskast
Varnir og Eftirlit

Alhliða störf í eignaumsýslu - Sumarstarf
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Verkamenn
Berg Verktakar ehf

Starfsmaður óskast
Þurrkþjónustan ehf

Almennur starfsmaður
Akraborg ehf.

Teymisstjóri leikmyndaframleiðslu Þjóðleikhússins
Þjóðleikhúsið

Starfsmaður í þjónustu- og framkvæmdamiðstöð Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð

Sumarvinna - Höfuðborgarsvæðið
Terra hf.

Framleiðslutæknir / Manufacturing Technologist
Alvotech hf