

Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar – Umhverfis- og skipulagssvið
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir forstöðumanni þjónustumiðstöðvar.
Þjónustumiðstöðin sér um umhirðu á bæjarlandinu og um margvíslega þjónustu og framkvæmdir fyrir bæinn, stofnanir og íbúa. Starfsmenn eru 20 og er starfsstöðin að Norðurhellu 2. Verkefnin eru mörg og oft árstíðabundin, til dæmis viðhald, viðgerðir og eftirlit á ýmsu sem tilheyrir gatnakerfinu, göngustígum, opnum svæðum og leikvöllum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Skipuleggur og stjórnar daglegri starfsemi þjónustumiðstöðvar
- Ber ábyrgð á að rekstur þjónustumiðstöðvar og einnig að rekstur almenningsgarða og útisvæða sé innan fjárheimildar
- Ber ábyrgð á stjórnun og rekstri þjónustumiðstöðvar varðandi starfsmannamál, tækjabúnað og almennan rekstur
- Skipuleggur þjónustu þjónustumiðstöðvar með það að markmiði að þjónusta við bæjarbúa og aðra sé sem best
- Tekur virkan þátt í gerð fjárhagsáætlunar fyrir umhverfis- og skipulagssviðs
- Umsjón, mat, eftirlit og eftirfylgni með frammistöðu og þjónustu þjónustumiðstöðvar
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Tækni- og/eða rekstrarmenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
- Reynsla af starfsmannahaldi og verkstjórn
- Leiðtoga- og stjórnunarhæfni
- Samstarfs- og samskiptafærni
- Almenn ökuréttindi
- Íslensku- og enskukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 8. maí n.k.
Upplýsingar um starfið veitir Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs í gegnum netfangið [email protected] eða í síma 6645631.
Laun eru samkvæmt kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.





































