Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Hjúkrunarfræðingur. Heilsugæsla HVE Akranesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands óksar eftir hjúkrunarfræðingur til starfa við heilsuvernd skólabarna á Akranesi og Hvalfjarðarsveit ásamt tilfallandi störfum á heilsugæslunni.

VIð leitum að hjúkrunarfræðing sem hefur brennandi áhuga á heilsuvernd skólabarna.

Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu áherslur og verkefni í heilsuvernd skólabarna eru:

  • Fræðsla og heilsuefling

  • Bólusetningar

  • Skimanir

  • Viðtöl um heilsu og líðan

  • Umsjón og eftirlit með umönnun langveikra barna innan skólans

  • Ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans

Ber ábyrgð á að skipuleggja og framkvæma hjúkrun skjólstæðinga á faglegum forsendum, í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu og stefnu HVE. Vinnur undir stjórn framkvæmdastjóra hjúkrunar og ber faglega, siðferðislega og lagalega ábyrgð á störfum sínum skv. Siðareglum hjúkrunarfræðinga. Ber ábyrgð á að framfylgja reglum um hreinlæti og smitgát á stofnuninni. Sýnir faglegan metnað og færni og leitast við að viðhalda þekkingu sinni og stuðlar að framþróun í hjúkrun. Þekkir og vinnur eftir Lögum um heilbrigðisstarfsmenn 34/2012.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi.

  • Reynsla og viðbótarmenntun í heilsugæsluhjúkrun sem og heilsuvernd skólabarna er kostur

  • Áhugi á heilsuvernd skólabarna er skilyrði

  • Góð íslenskukunnátta.

  • Hæfni í mannlegum samkiptum.

  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.

Advertisement published16. January 2025
Application deadline24. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Merkigerði 9, 300 Akranes
Type of work
Professions
Job Tags