Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Hjúkrunardeildarstjóri lyflækningadeildar HVE Akranesi

Laus er til umsóknar staða hjúkrunardeildarstjóra lyflækningadeildar HVE Akranesi. Staðan er laus frá 1.apríl 2025 eða eftir nánari samkomulagi.

Á deildinni starfa um 40 manns, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sérnámsgrunnlæknar og sérfræðilæknar við fjölbreytt og krefjandi verkefni í nánu samstarfi við fagfólk á öðrum deildum HVE.

Helstu verkefni og ábyrgð

Deildarstjóri er leiðandi í ákvarðanatöku um skipulag hjúkrunar og verklag á deildinni sem og innleiðingu nýjunga í hjúkrun er stuðla að auknum gæðum hjúkrunar, gagnreyndum starfsháttum og öryggi sjúklinga.

Deildarstjórinn er virkur þátttakandi í stjórnendateymi sviðs í verkefnum tengdum stjórnun, rekstri, gæðum, þjónustu og mannauði. Starfið felur í sér mikla teymisvinnu þar sem unnið er í góðu samstarfi við annað fagfólk HVE.

Deildarstjóri starfar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012, lögum um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. 

Menntunar- og hæfniskröfur

Við leitum eftir kraftmiklum og framfarasinnuðum leiðtoga til að leiða áfram starfsemi deildarinnar. Deildarstjóri þarf að búa yfir faglegri hæfni, reynslu og þekkingu á sviði bráðahjúkrunar og ber ábyrgð á að gæði hjúkrunarþjónustu deildarinnar sé tryggð. Deildarstjóri ber ábyrgð á fjárhagslegum rekstri deildarinnar og er æskilegt að deildarstjóri hafi þekkingu og áhuga á stjórnun, rekstri og teymisvinnu. Starfið er ábyrgðarmikið og krefjandi og reynir á frumkvæði, stefnumótandi hugsun og krefst góðrar samskiptihæfni og áhuga á að leiða breytingar og eflingu liðsheildar. 

  • Gerð er krafa um íslenskt hjúkrunarleyfi. 
  • Reynsla og framhaldsmenntun á sviði hjúkrunar með almenn lyflæknisfræðileg vandamál er æskileg.
  • Framhaldsmenntun og reynsla í stjórnun er kostur.
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á vinnustund ásamt reynslu af vaktaskýrslugerð.
  • Góð íslenskukunnátta sem og tölvukunnátta er skilyrði.  
Advertisement published16. January 2025
Application deadline23. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Merkigerði 9, 300 Akranes
Type of work
Professions
Job Tags