Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) veitir íbúum umdæmisins og öðrum, almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu í samræmi við lög og reglur á hverjum tíma.
Lögð er áhersla á virðingu, traust og fagmennsku. Velferð skjólstæðinga skal höfð að leiðarljósi. Stuðlað er að virkri sí- og endurmenntun starfsfólks.
HVE tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og aðrar menntastofnanir.
Kjarnastarfsemin skiptist á þrjú málefnasvið eftir meginviðfangsefnum.
Heilsugæslusvið
Læknisþjónusta, hjúkrun, geðheilbrigðisþjónusta, heilsuvernd, forvarnir, slysa- og bráðaþjónusta og annast sjúkraflutninga.
Hjúkrunarsvið
starfrækir hjúkrunarrými á starfsvæðinu þar sem slík þjónusta er ekki rekin af öðrum.
Sjúkrasvið
starfrækir umdæmissjúkrahús, almenn sjúkrarými og endurhæfingu.
Heilbrigðisumdæmi Vesturlands nær yfir
Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshrepp, Snæfellsbæ, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Stykkishólmsbæ, Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp, Árneshrepp og Húnaþing vestra.
Sjúkraflutningamaður Hólmavík
Heilbrigðisstofnun Vesturlands óskar eftir sjúkraflutningamanni til starfa til að sinna bakvöktum og útköllum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Meta áverka eftir slys, veita fyrstu hjálp og flytja sjúklinga á sjúkrastofnun ef með þarf. Sinnir útköllum í neyðartilvikum svo sem við bíl eða flugslys, umhverfisslys eða veðurofsa ásamt bráðaveikinda.
- Umhirða sjúkrabíla og umsjón með að allur búnaður sé til staðar og í lagi.
- Aðstoð við vinnu á heilsugæslu/læknis eftir þörfum. Í starfinu er notaður búnaður á borð við hjartalínurita, hjartastuðtæki, öndunargrímur og fleira sem nýtist við að aðstoða sjúklinga.
- Sjúkraflutningamenn þurfa að geta unnið undir talsverðu álagi sem tengist því að koma að fólki í mjög erfiðum aðstæðum.
- Í starfi sjúkraflutningamanns er mikilvægt að þekkja faglegar takmarkanir og virða þagnarskyldu þegar við á.
- Unnið eftir gildandi lögum og reglugerðum og starfsreglum stofnunarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Viðurkennt nám í sjúkraflutningum og starfsleyfi landlæknis er skilyrði.
- Gilt ökuskírteini er skilyrði og kostur að vera með gild ökuréttindi til að stjórna vörubifreið (C eða C1-réttindi).
- Reynsla af störfum sjúkraflutningamanna er ákjósanlegt og/eða reynsla af öðrum störfum í heilbrigðisgeiranum.
- Góð íslensku og ensku kunnátta er skilyrði.
- Gerð er krafa um áreiðanleika í starfi, hæfni til að sinna fjölbreyttum verkefnum og góða færni í mannlegum samskiptum.
- Sjúkraflutningamaður þarf að vera í góðu líkamlegu og andlegu formi.
- Hreint sakavottorð
Advertisement published8. January 2025
Application deadline20. January 2025
Language skills
English
Very goodRequired
Icelandic
Very goodRequired
Location
Borgarbraut 6-8, 510 Hólmavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (1)