Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) veitir íbúum umdæmisins og öðrum, almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu í samræmi við lög og reglur á hverjum tíma.
Lögð er áhersla á virðingu, traust og fagmennsku. Velferð skjólstæðinga skal höfð að leiðarljósi. Stuðlað er að virkri sí- og endurmenntun starfsfólks.
HVE tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og aðrar menntastofnanir.
Kjarnastarfsemin skiptist á þrjú málefnasvið eftir meginviðfangsefnum.
Heilsugæslusvið
Læknisþjónusta, hjúkrun, geðheilbrigðisþjónusta, heilsuvernd, forvarnir, slysa- og bráðaþjónusta og annast sjúkraflutninga.
Hjúkrunarsvið
starfrækir hjúkrunarrými á starfsvæðinu þar sem slík þjónusta er ekki rekin af öðrum.
Sjúkrasvið
starfrækir umdæmissjúkrahús, almenn sjúkrarými og endurhæfingu.
Heilbrigðisumdæmi Vesturlands nær yfir
Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshrepp, Snæfellsbæ, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Stykkishólmsbæ, Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp, Árneshrepp og Húnaþing vestra.
Ræsting á skurðstofu
Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi óskar eftir að ráða starfskraft í ræstingu á skurðstofu.
Um 60-80% stöðu er að ræða, eða eftir samkomulagi og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sér um ræstingu á því svæði sem honum eru falin samkvæmt verklýsingu á hverjum stað.
- Tekur þátt í daglegum hreingerningum og aðalhreingerningum eftir því sem við á.
- Gengur vel um ræstivagninn, heldur honum hreinum og sér um að allt sé á honum sem þarf til daglegrar notkunar
- Fer eftir fyrirmælum um sóttvarnir þegar það á við.
- Kemur fram við skjólstæðinga og starfsfólk af virðingu.
- Aðstoðar við aðlögun og kennslu nýrra starfsmanna.
- Situr námskeið um ræstingar og sýkingavarnir þegar það er í boði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Samviskusemi og góðir samstarfshæfileikar.
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
- Íslenskukunnátta er æskileg.
Advertisement published8. January 2025
Application deadline20. January 2025
Language skills
Icelandic
IntermediateOptional
Location
Merkigerði 9, 300 Akranes
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (9)
Starfsfólk í ræstingu
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)
Part-time Dishwasher in Ráðagerði
Ráðagerði Veitingahús
Þrif og öryggisleit um borð í flugvélum
Icelandair
Bílstjóri-Helgarstarf // Driver-Weekend Job
Heimaleiga
Ræstingar
Hús og jörð ehf
Spennandi sumarstörf í mötuneyti og ræstingum
Norðurál
Laundry employee
Heimaleiga
Starf í þrifadeild - tímabundið starf
Myllan
Þrif á smáhýsum.
Róma ehf.