Norðurál
Norðurál, sem rekur álver á Grundartanga, var valið Umhverfisfyrirtæki ársins 2022 af Samtökum atvinnulífsins. Framþróun grænnar álframleiðslu mun hafa raunveruleg áhrif á útblástur gróðurhúslofttegunda á heimsvísu. Íslenski áliðnaðurinn er ein stærsta útflutningsgrein landsins og ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs.
Álið okkar, Natur-Al, skilur eftir sig eitt minnsta kolefnisspor í heimi. Þegar litið er á ferlið í heild, frá vinnslu hráefna til afhendingar fullunninnar vöru, nemur kolefnisspor áls frá Norðuráli einungis um fjórðung af heimsmeðaltalinu. Við stefnum að því að verða fyrsta álver í heiminum sem framleiðir kolefnishlutlaust ál.
Hjá Norðuráli leggjum við áherslu á virðingu fyrir mannréttindum, samfélagi og umhverfi. Öryggi, heilbrigði og vellíðan starfsfólks er í fyrirrúmi og lögð er áhersla á jafnan rétt starfsfólks til starfsframa, launa og réttinda.
Hjá Norðuráli starfa um 600 fastráðin, þar af 350 í vaktavinnu, 150 sérfræðingar með fjölbreytta menntun og 100 í iðnaðarstörfum. Til viðbótar eru um 150 í afleysingum.
Norðurál er ASI vottað sem staðfestir að fyrirtækið stenst ítrustu kröfur um samfélagslega ábyrgð, heiðarlega viðskiptahætti, umhverfisvænt hráefni og framleiðslu. Gæðastjórnunarkerfi Norðuráls er vottað samkvæmt alþjóðlega ISO 9001 staðlinum og umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi fyrirtækisins eru vottuð samkvæmt ISO 14001 og ISO 45001 stöðlum. Norðurál er jafnlaunavottað fyrirtæki og er handhafi gullmerkis PWC.
Spennandi sumarstörf í mötuneyti og ræstingum
Við leitum að hressu og duglegu fólki í sumarstörf bæði í mötuneytið og ræstingarteymið okkar á Grundartanga. Störfin eru bæði í dagvinnu og á dag- og kvöldvöktum. Skilyrði er að viðkomandi hafi náð 18 ára aldri og hafi gild ökuréttindi.
Sumarstarfsfólk fer í markvissa þjálfun í upphafi starfstíma, þar sem höfuðáhersla er lögð á öryggi starfsfólks á vinnustað og þekkingu á vinnuumhverfi og tækjabúnaði. Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt, öruggt og ánægjulegt starfsumhverfi og góðan starfsanda.
Menntunar- og hæfniskröfur
- 18 ára lágmarksaldur
- Sjálfstæð og örugg vinnubrögð
- Þjónustulund og góð samskiptahæfni
- Vandvirkni
- Öryggisvitund
- Snyrtimennska og stundvísi
- Bílpróf skilyrði
Advertisement published27. December 2024
Application deadlineNo deadline
Language skills
No specific language requirements
Location
Grundartangahöfn lóð 12, 301 Akranes
Type of work
Skills
Driver's license (B)HonestyHuman relationsPunctualTeam work
Suitable for
Professions
Job Tags
Other jobs (5)
Similar jobs (12)
Sumarstarf - Fullt starf í Kópavogslaug
Sumarstörf - Kópavogsbær
Breakfast and Housekeeping/Waiters and Kitchen assistant
Álfheimar Sveitahótel
We are hiring / Við óskum eftir starfskrafti
Hótel Dyrhólaey
Ræstingar á Vesturlandi / Cleaning jobs in Vesturland
Dagar hf.
Skarðshlíðarleikskóli - mötuneyti
Skólamatur
Aðstoðarfólk í eldhús og afgreiðslu
Indian Bites
Matreiðslumaður / Chef
Hótel Grímsborgir
Floor cleaner
AÞ-Þrif ehf.
Chef/cook and kitchen assistant
El Grillo
Ræstingar
Hús og jörð ehf
Fjölbreytt sumarstarf ferðaþjónustu við Stuðlagil
Aðall ehf.
Skólaliði og frístundaleiðbeinandi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli