Norðurál
Norðurál, sem rekur álver á Grundartanga, var valið Umhverfisfyrirtæki ársins 2022 af Samtökum atvinnulífsins. Framþróun grænnar álframleiðslu mun hafa raunveruleg áhrif á útblástur gróðurhúslofttegunda á heimsvísu. Íslenski áliðnaðurinn er ein stærsta útflutningsgrein landsins og ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs.
Álið okkar, Natur-Al, skilur eftir sig eitt minnsta kolefnisspor í heimi. Þegar litið er á ferlið í heild, frá vinnslu hráefna til afhendingar fullunninnar vöru, nemur kolefnisspor áls frá Norðuráli einungis um fjórðung af heimsmeðaltalinu. Við stefnum að því að verða fyrsta álver í heiminum sem framleiðir kolefnishlutlaust ál.
Hjá Norðuráli leggjum við áherslu á virðingu fyrir mannréttindum, samfélagi og umhverfi. Öryggi, heilbrigði og vellíðan starfsfólks er í fyrirrúmi og lögð er áhersla á jafnan rétt starfsfólks til starfsframa, launa og réttinda.
Hjá Norðuráli starfa um 600 fastráðin, þar af 350 í vaktavinnu, 150 sérfræðingar með fjölbreytta menntun og 100 í iðnaðarstörfum. Til viðbótar eru um 150 í afleysingum.
Norðurál er ASI vottað sem staðfestir að fyrirtækið stenst ítrustu kröfur um samfélagslega ábyrgð, heiðarlega viðskiptahætti, umhverfisvænt hráefni og framleiðslu. Gæðastjórnunarkerfi Norðuráls er vottað samkvæmt alþjóðlega ISO 9001 staðlinum og umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi fyrirtækisins eru vottuð samkvæmt ISO 14001 og ISO 45001 stöðlum. Norðurál er jafnlaunavottað fyrirtæki og er handhafi gullmerkis PWC.
Sérfræðingur í viðskiptaþróun
Norðurál leitar að öflugum einstaklingi í starf sérfræðings á sviði viðskiptaþróunar til að sinna fjölbreyttum verkefnum mestmegnis tengdum raforkumálum. Hlutverk viðskiptaþróunarsviðs er meðal annars að sjá um raforkusamninga og greina innlenda og erlenda orkumarkaði. Verkefnin eru fjölbreytt, áhugaverð og krefjandi í lifandi starfsumhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og starfsstöðin er í Reykjavík.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rekstur á raforkusamningum
- Skýrslugerð og greiningar vegna orkumála eða annarra verkefna
- Greining markaða, t.d. innlendra og erlendra orkumarkaða og raforkukerfa
- Stuðningur við samningagerð
- Stuðningur við hugbúnaðarþróun og gagnavinnslu tengdum orkusamningum
- Samskipti við fyrirtæki, stofnanir, stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila
- Framsetning gagna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði verkfræði/tæknifræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Mjög góð kunnátta á Excel
- Reynsla af greiningum og framsetningu gagna
- Reynsla úr starfi á orkumarkaði er kostur
- Reynsla af forritun er kostur
- Góð samskipta- og skipulagshæfni
- Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
- Frumkvæði og jákvæðni
- Góð íslensku- og enskukunnátta, jafnt í töluðu sem rituðu máli
Advertisement published31. January 2025
Application deadline16. February 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactiveData analysisHonestyPositivityHuman relationsAmbitionMicrosoft ExcelContractsConscientiousIndependencePlanningReport writingMeticulousness
Professions
Job Tags
Other jobs (5)
Similar jobs (12)
Viðskiptastjóri VARMA OG VÉLAVERKS
Varma og Vélaverk
Gagnasérfræðingur
Blue Lagoon Skincare
Verk- eða Tæknifræðingur óskast á Framkvæmdasviði
Norconsult ehf.
Verk- eða Tæknifræðingur óskast á línudeild
Norconsult ehf.
Sérfræðingur á tæknideild á Selfossi
Vegagerðin
Sérfræðingur í siglingum
Vegagerðin
Loyalty Operations Manager
Icelandair
Sérfræðingur í viðskiptaþjónustu
Norðurál
Sérfræðingur á þjónustudeild - Reyðarfjörður
Vegagerðin
Almenn umsókn um sumarstarf 2025
Alvotech hf
Vörustjóri greiðslna - Viðskiptalausnir
Landsbankinn
Umsjónaraðil TextílLabs Textílmiðstöðvarinnar
Textílmiðstöð Íslands