Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Sérfræðingur á þjónustudeild - Reyðarfjörður

Vegagerðin auglýsir eftir sérfræðingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum á þjónustudeild Austursvæðis. Þjónustudeild hefur umsjón og eftirlit með sumar- og vetrarþjónustu á svæðinu og öðru sem flokkast undir þjónustu á samgöngukerfinu, þ.m.t. malarvegir og landsvegir, ásamt framkvæmd smærri verkefna.

Austursvæði Vegagerðarinnar nær frá Vopnafirði í norðri að Gígjukvísl á Skeiðarársandi í suðri. Vegakerfið er rúmlega 2.100 km langt og á því eru þrenn jarðgöng. Þjónustustöðvar eru í Fellabæ, á Reyðarfirði og á Höfn. Svæðismiðstöð Austursvæðis er á Reyðarfirði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna við áætlanir og undirbúning þjónustuverkefna.
  • Umsjón og eftirlit með þjónustuverkefnum 
  • Verðkannanir / útboðs- og verklýsingar
  • Sjá um verkfundi og skráningar í gagnabanka að loknum framkvæmdum.
  • Önnur verkefni, sem falla undir starfsvið þjónustudeildar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun eða starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Verk- eða tæknimenntun æskileg
  • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hópi 
  • Góðir samstarfshæfileikar og þjónustulund 
  • Gott vald á íslensku
  • Mjög góð tölvukunnátta
  • Góð öryggisvitund
Advertisement published31. January 2025
Application deadline10. February 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Búðareyri 11, 730 Reyðarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags