Vegagerðin
Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi.
Um 350 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið.
Sérfræðingur á tæknideild á Selfossi
Við leitum að áhugasömum einstaklingi í fjölbreytt starf sérfræðings á Tæknideild Suðursvæðis. Starfið felst í stjórnsýsluverkefnum, aðkomu að skipulagsmálum, kortavinnu, undirbúningi útboða og framkvæmda og tilfallandi skrifstofustörf.
Tæknideild Suðursvæðis hefur m.a. umsjón með undirbúningi verka og aflar frumgagna, sinnir eftirliti og gerir áætlanir fyrir hin ýmsu verk. Suðursvæði Vegagerðarinnar nær yfir Reykjanes og höfuðborgarsvæðið allt að Hvalfjarðarbotni, stóran hluta hálendisins og Suðurlandsundirlendið allt austur að Gígjukvísl á Skeiðarársandi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Afgreiðsla og eftirfylgni erinda vegna héraðs- og styrk vega.
- Undirbúningur framkvæmda, gerð útboðsgagna o.fl.
- Leyfisaflanir vegna framkvæmda.
- Samningar og samskipti við landeigendur.
- Gerð kynningargagna fyrir framkvæmdir.
- Samráð við hagsmunaaðila við undirbúning framkvæmda.
- Móttaka og afgreiðsla erinda um skipulagsmál og samskipti við sveitarfélög.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Verk- eða tæknifræðimenntun, land- eða skipulagsfræði, eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla og kunnátta í notkun teiknikerfa (Cad) er kostur.
- Reynsla af ámóta störfum er kostur.
- Góð tölvukunnátta
- Skipulagshæfni, frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt.
- Framúrskarandi samskiptafærni
- Góð kunnátta í talaðri og ritaðri íslensku
Advertisement published28. January 2025
Application deadline6. February 2025
Language skills
Icelandic
ExpertRequired
English
IntermediateRequired
Location
Breiðamýri 2, 800 Selfoss
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)
Viðskiptastjóri VARMA OG VÉLAVERKS
Varma og Vélaverk
Gagnasérfræðingur
Blue Lagoon Skincare
Verk- eða Tæknifræðingur óskast á Framkvæmdasviði
Norconsult ehf.
Verk- eða Tæknifræðingur óskast á línudeild
Norconsult ehf.
Sérfræðingur í siglingum
Vegagerðin
Loyalty Operations Manager
Icelandair
Sérfræðingur í viðskiptaþjónustu
Norðurál
Sérfræðingur í viðskiptaþróun
Norðurál
Sérfræðingur á þjónustudeild - Reyðarfjörður
Vegagerðin
Almenn umsókn um sumarstarf 2025
Alvotech hf
Verkefnastjóri á skrifstofu framkvæmda og viðhalds
Umhverfis- og skipulagssvið
Vörustjóri greiðslna - Viðskiptalausnir
Landsbankinn