Verk- eða Tæknifræðingur óskast á Framkvæmdasviði
Norconsult á íslandi leitar að metnaðarfullum byggingarverk- eða tæknifræðingi inn á framkvæmdasvið.
Norconsult á Íslandi er partur af alþjóðlegu ráðgjafafyrirtæki og jafnframt stærstu verkfræðistofu Noregs með yfir 6500 starfsmenn þar sem verkefnin spanna frá skipulagi innviða til verkfræði og arkitektúrs. Á Íslandi starfa um 80 manns við verkfræði og arkitektúr í gegnum dótturfélög Norconsult við innlend og erlend verkefni víðs vegar um heiminn.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þáttaka í útboðum
- Landmælingar
- Eftirlit með framkvæmdum
- Ráðgjöf í tengslum við hönnun mannvirkja
- Samskipti við verktaka, hönnuði mannvirkja og aðra hagaðila
- Framvindueftirlit, verkfundir og úttektir
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í byggingarverk- eða tæknifræði
- Reynsla af verklegum framkvæmdun
- Reynsla við framkvæmdareftirlit
- Góðir samskiptahæfileikar, drifkraftur og metnaður
- Góð þekking á íslenskum byggingarmarkaði
Fríðindi í starfi
Hreyfistyrkur, samgöngustyrkur, símastyrkur ásamt símaáskrift og heimanettengingu, svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækið er að megninu í eigu starfsmanna sinna og býðst öllum starfsmönnum árleg fríðindi til hlutabréfakaupa í fyrirtækinu á sérkjörum. Sveigjanlegur vinnutími í vinalegu umhverfi og í hjarta Kópavogs.
Nánari upplýsingar um vinnustaðinn www.norconsult.is
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar um starfið veitir: Þorgeir Hólm Ólafsson, Thorgeir.Holm.Olafsson@norconsult.com